Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1952, Side 39
Dómurinn í deilumáli Norömanna og Breta 223 a. Noregi er, eins og hverju öðru ríki, samkvæmt al- mennum meginreglum þjóðaréttar, þess er nú er í gildi, heimilt að ákveða víðáttu landhelgi sinnar, svo og einnig, með hverjum hætti reikna skal þá víðáttu. b. Norska tilskipunin frá 1935, sem ákveður landhelgi Noregs, brýtur ekki í bága við skýlaus fyrirmæli al- þjóðalaga. Hún brýtur ekki heldur í bága við almenn- ar meginreglur þjóðaréttar, því að markalínan er sanngjörn, fer ekki í bága við áunnin réttindi annarra ríkja, skaðar ekki allshei-jarhagsmuni og er ekki mis- beiting réttar. Með setningu tilskipunar frá 1935 hafa Norðmenn einungis haft í huga þarfir landsmanna í héruðum þeim, sem þar eru tilgreind. c. Samkvæmt framansögðu er þýðingarlaust að rann- saka, hvort Noregi hafi eða hafi ekki hlotnazt fyrir hefð réttur til að ákveða meiri breidd landhelgi sinnar en þrjár sjómílur, svo og á hvern hátt grunnlinurnar séu dregnar. d. Eigi Noregur rétt á að afmarka víðáttu landhelgi sinnar, eins og nú hefur sagt verið, er ljóst, að hann getur bannað öðrum ríkjum að stunda fiskveiðar inn- an þeirra marka, án þess að þau geti heimfært slíkt til skerðingar á réttindum sínum. e. Á framanskráðum blöðum er að finna svör við stað- hæfingum málsaðila varðandi tilvist nánar tilgreindra ákvæða í þjóðarétti, er þeir telja nú vera í gildi." 1 stuttu máli, þá er kjarni sératkvæðis Alvarez sá, að hvert ríki verður að hafa víðtækt frjálsræði til að ákveða þá landhelgisvíðáttu, sem það telur nauðsynlega til vernd- ar efnahagslegum hagsmunum sínum. 3. Sératkvæði Kínverjans Hsu Mo var í því fólgið, að hann taldi, að landhelgislína Noregs milli grunnlínustöðva nr. 11 og 12 og 20—22 (Sværholtshafið og Lopphafið) væri ekki í samræmi við reglur alþjóðaréttar, þar sem grunn- línan á þessum stöðum víki um of frá meginstefnu strand- lengjunnar. 4. —5. Sératkvæði Sir Arnold McNair og J. E. Read.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.