Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Síða 60
3. Vesturland mundi ná yfir Borgarfjarðar- og Mýra-
sýslur, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslur, Dalasýslu.
Akranes, Borgarnes og Stýkkishólmur geta komið til
greina sem aðalaðsetursstaður. Borgarnes yrði þeirra
skemmtilegastur, en vantar betri hafnarskilyrði og flug-
völl.
4. Vestfirðir mundu ná yfir Barðastrandarsýslur, ísa-
fjarðarsýslur og Isafjörð. Isafjörður er sjálfkjörinn aðal-
aðsetursstaður.
5. Norð-Vesturland mundi ná yfir Strandasýslu, Húna-
vatnssýslur, Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrók og Siglufjörð.
Sauðárkrókur virðist af samgönguástæðum bezt fallinn
sem aðalaðsetur, en Blönduós kemur einnig til greina.
6. Norð-iAusturland mundi ná yfir Eyjafjarðarsýslu,
Þingevjarsýslur, Ólafsfjörð, Húsavík og Akureyri. Akur-
eyri er hcr sjálfkjörin miðstöð.
7. Austurland mundi ná yfir Múlasýslur, Austur-Skafta-
fellssýslu, Seyðisfjörð og Neskaupstað. Vegna samgöngu-
aðstæðna virðist aðalaðsetur eiga að vera á Egilsstöðum
eða við Reyðarfjörð.
8. Suðurland mundi ná yfir Vestur-Skaftafellssýslu,
Rangárvalla- og Árnessýslur og Vestmannaeyjar með Sel-
foss sem miðstöð.
Þegar þessi skipting er athuguð sézt, að kjördæmaskipt-
ingunni er að mestu haldið. Frávik eru aðeins þau, að
Strandasýsla er látin fylgja Norðvesturlandi og Seltjarnar-
nes Reykjavík. Þessar tvær breytingar frá kjördæmum
virðast sjálfsagðar af landfræði- og samgönguástæðum.
Gallinn við hana er sá, að Vestfjarðaumdæmið verður
minna fyrir vikið, en sú ástæða virðist vart eiga að koma
i veg fyrir hetri þjónustu við íhúa Stranda. Atliuga verður
við myndun þessarra umdæma, að draga mörkin milli
þeirra rétt, endurskoða markalínur viðkomandi sýslna. Má
þá vera, að í ljós komi, að sveit, sem á mörkum liggur, sé
betur skipað i öðru umdæmi en hér er stungið upp á. Á
þessari umdæmaskipun, sem hér er reifuð, eru tvær breyt-
54
Tímcirit lögfræðinga