Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 66
mestu og færu með flest þau verkefni, sem þeir hafa nú
á sinni könnu.
Þessari skipan má margt færa til framdráttar, svo sem
að hún fullnægi því skilyrði, að meiriháttar sakamál verði
ekki dæmt af því embætti, sem fer með frumrannsókn
þess. Dómstóllinn fær það mörg verkefni, að hann verður
nógu stór til þess að hagkvæmni gæti í rekstri hans og
þeir sem þar vinna hljóti næga æfingu.
Aftur á móti fullnægir slík skipan mála ekki þeim þjón-
ustuskilyrðum við byggðina i landinu, sem raktar hafa
verið hér að framan.
VI. Hverjir skulu starfa við dómstólana.
Dómstörfin yrðu að mestu unnin af fastskipuðum dóm-
urum. Fylkisdómarar myndu líkt settir og borgardómarar,
sakadómarar eða borgarfógetar nú. Aðeins ef fleiri en einn
slíkur dómari starfar við fylkisdómstól, verður þörf yfir-
dómara eins og yfirmönnum dómstólanna í Rej’kjavik nú.
Fjöldi dómara við hvern fylkisdóm yrði mjög mismun-
andi eftir umfangi starfa dómstólsins. Líklega aðeins einn
utan Reykjavíkur og Suð-Vesturlands. Við stærstu dómstól-
ana yrði komið upp ritaraembættum, eins og við Hæsta-
rétt nú. Yrði sá löglærður og sæi um yfirstjórn daglegs
reksturs embættisins. Fulltrúastöður yrðu við embættin
og væru þær að mestu námsstöður. Ráðið i þær til ákveðins
tíma. Tíminn yrði við það miðaður, að fulltrúar nái full-
um réttindum til þess að verða héraðsdómslögmenn og
dómarar. Hæfilegur tími mun að likindum vera tvö ár.
Lögfræðingar, sem ráðnir væru i meiri háttar stöður hjá
ríkinu, hefðu einnig lokið þessum reynslutíma. Til þess að
þessi breyting sé framkvæmanleg, þarf þó ýmsar breyt-
ingar að gera. Leggja niður prófmál þau, sem nú eru skil-
yrði málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi. Gera starfs-
mannakerfi ríkisins í heild rýmra, þannig að hæfilegur
flutningur manna verði á milli þeirra starfa, sem háskóla-
menntun þarf til eða er æskileg. Þar seni mla fastra dóm-
60
Tímarit lögfræðinga