Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Síða 80
þeim. 1 öðru lagi, að sá, sem ábyrgð ber á meiðyrðunum,
sé í góðri trú, það er að hann viti ekki betur en að með
rétt mál sé farið. I þriðja lagi, að ummælin hafi við nokkur
rök að styðjast, þó að fullar sönnur séu ekki á þau færðar.
Og í fjórða lagi, að ummælin gangi ekki úr hófi fram um
búning og orðfæri.
Ég geng að því sem vísu, að í framtíðinni verði tekið
meira tillit til þess en hingað til hefur verið, að menn
verði að þola allharða gagnrýni, þegar gæzla almannahags
gerir þess þörf. Sú skoðun á orðið svo fasta stoð í fræði-
kenningum, að líklegt er, að dómaframkvæmd muni sveigj-
ast í þá átt. Þó að slakað yrði á sannanakröfum, þannig
að ábyrgðarmenn blaða slyppu í þessum tilvikum við refs-
ingu og greiðslu miskabóta, þá mundu samt ósönnuð um-
mæli eftir sem áður verða ómerkt, og yrði því réttur hins
ærumeidda ekki að öllu leyti fyrir borð borinn. Ákvæði
um sérstöðu blaða mætti taka beint upp í meiðyrðalög-
gjöfina, en sökum þess, að hér yrði oftast um mikil mats-
atriði að ræða fyrir dómstóla, má gera ráð fyrir, að
erfitt yrði að orða slíka lagagrein þannig, að hún skæri
ótvírætt úr um sekt eða sýknu í einstökum meiðyrðamál-
um. Fyrirmælin mundu fremur verða stefnuyfirlýsing,
sem dómstólum bæri að fylgja, en þeir mundu svo gefa
lagagreininni nánara innihald með þeim venjum, sem
mynduðust í réttarframkvæmdinni.
Ég læt svo máli mínu lokið. Ég vil aðeins endurtaka
það álit mitt, að ritið Fjölmæli sé í heild sinni mikillar
viðurkenningar vert og að það standi vel undir þeirri
ákvörðun Lagadeildar Háskóla íslands að taka það gilt til
doktorsvarnar.
74
Tímarit lögfræðinga