Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Page 86
ráðherra Svíþjóðar, að félagiö var stofnað,1) en hann
vann mjög að eflingu norrænnar samvinnu á þessu sviði.
Tilgangur með stofnun félagsins var samkvæmt 2 gr.
samþykkta þess, að efna til samstarfs og umræðna með
þeim mönnum, sem sérstaklega láta sig skipta refsimál-
efni og aðra viðleitni þjóðfélagsins til að koma i veg fyrir
afbrot. Félagsmenn geta samkvæmt 3. gr. orðið allir ís-
lenzkir lögfræðingar svo og aðrir, sem áhuga hafa á hlut-
verki félagsins og samþykktir eru með meirihluta atkvæða
á ársþingi þess. Segja má, að félagið hafi fljótlega látið
nokkuð að sér kveða á þessum vettvangi, einkum með
erindaflutningi og umræðum um fyrrgreind viðfangsefni.
Þá hefur félagið átt lilut að norrænni samvinnu á þessu
sviði, m. a. með aðild að undirbúningi undir saipræmingu
norrænnar refsilöggjafar, tengslum og samvinnu við syst-
urfélög þess (Kriminalistforeninger) á hinum Norðurlönd-
unum og með dreifingu Nordisk Tidsskrift for Kriminal-
videnskap og De Nordiske Kriminalistisk Árshok meðal
félagsmanna. Má í því sambandi geta þess, að félagið á
í fórum sínum nokkurt upplag af eldri árgöngum rita
þessara, og standa þau skuldlausum félagsmönnum til
Í3oða við vægu verði meðan birgðir endast. Hefðu ein-
hverjir óskir fram að færa í því efni, eru hlutaðeigendur
heðnir að hafa samband við stjórn félagsins. Innheimta
árgjalda og áskriftagjalda stendur yfir og er þess vænzt,
aj félagsmenn geri hið fyrsta skil við gjaldkera félagsins.
Árgjald félagsmanna er nú kr. 50.00. Komið hefur hins
vegar til orða, hvort ástæða sé til að halda áfram dreif-
ingu fyrrgreindra rita til allra félagsmanna. Væri ef til
vill réttara, að félagsmenn lýstu óskum sínum í því efni
og þau einungis send þeim, er þess óskuðu sérstaklega.
Þvi er ekki að levna, að nokkuð sýnist hafa verið hljótt
um starfsemi þessa félags hin síðari ár. Ástæða er þó til
!) Sbr. frásögn dr. juris Þórðar Eyjólfssonar, fyrrverandi
hæstaréttardómara, í grein um stofnun félagsins á bls. 3—6 í
3.-4. tbl. IV. árg. Úlfljóts.
80
Tímarit lögfræðinga