Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Page 87
að ætla, að þjóðfélagsaðstæður muni í æ ríkari mæli sýna
fram á nauðsyn slíkra samtaka meðal þeirra fjölmörgu
aðila, sem vinna á einhvern hátt að meðferð þessara vanda-
sömu mála i þjóðfélaginu. Á fyrsta ársþingi félagsins var
fyrsta umræðuefnið fangelsismál á íslandi. Flutti Gústav
heitinn Jónasson, skrifstofustjóri, þá erindi um málið og
fóru síðan fram ýtarlegar umræður um það. „Var bæði
frummælandi og aðrir ræðumenn á einu máli um það, að
hér væri mikilla umhóta þörf“, sbr. frásögn dr. jur. Þórð-
ar Eyjólfssonar af þessu þingi.1) Það mun flestra mál, að
þunglega hafi gengið róðurinn i fangelsismálum landsins
á þeim árum, sem síðan eru liðin og umbótaþörfin sízt
minni nú en þá. Bar þessi mál m. a. þegar á góma á fvrsta
stjórnarfundi núverandi stjórnar. Fjölmörg önnur hrýn og
aðkallandi málefni hiða atliugunar. í því sambandi má
m. a. benda á, að tengsl hinna ýmsu aðila, sem vinna
að meðferð þessara mála í þjóðfélaginu, eru á margan
hátt í æði þunglamalegum embættisviðjum. Sakfræðinga-
félagið væri kjörinn vettvangur til lífrænni tengsla og
samvinnu milli þeirra aðila, sem hér koma við sögu. Koma
þar t. d. til greina bæði umræður um alls konar skipulags-
og framkvæmdaratriði í þessum efnum og umræður og
erindaflutningur fræðilegs eðlis. Er stjórn félagsins á einu
máli um, að slíkur félagsvettvangur gæti haft ómetanlega
þýðingu á ýmsa vegu fyrir þá mörgu aðila, sem að störf-
um þessum vinna. Óhætt mun því að fullyrða, að félag
sem þetta eigi jafn brýnt erindi til vor nú sem fyrir tuttugu
árum. Full ástæða er þvi lil að hvetja alla þá, sem áhuga
hafa á viðgangi þessa félags og viðfangsefnum þess að
veita því það hrautargengi, sem þeir frekast mega. Stjórn
félagsins vill því mega vænta þess, að vel og drengilega
verði brugðizt við væntanlegum áformum hennar um
félagsstarfið á næstunni.
Hallvarður Einvarðsson.
x) Sbr. bls. 6 í tilvitnaðri grein.
Tímarit lögfræðinga
81