Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 21
Skírlífis- og sifskaparbrot 8 Ofbeldisbrot 77 Fjárréttindabrot 599 önnur hegningarlagabrot 10 Fjárréttindabrotin, sem eru rúm 86% allra brotanna, skiptast þannig: Peningafals, skjalafals o. þ. h. 99 Þjófnaður og gripdeild 211 Fjárdráttur 21 Fjársvik 78 Nytjastuldur farartækja 62 Tékkamisnotkun 101 Annað 27 Skv. þessu hafa a. m. k. 310 dómar gengið vegna auðgunarbrota. Þar við bætast einhverjir af þeim 27, sem flokkaðir eru undir Annað. Tékkasvik ættu öll að vera undir liðnum fjársvik. Tékkamisnotkun felur í sér brot gegn 261. gr., ef rétt er flokkað. Fjöldi þeirra mála (101) og ensk skýring (cheque fraud) benda þó til, að í þessari tölu séu tékkasvik einnig talin. Af þessu sést, að auðgunarbrot eru um helmingur eða meira allra dæmdra hegningarlagabrota. Á árunum 1966—68 var gerð formleg sátt í 10914 málum, þar af 635 vegna brota á hegningarlögum (609 sektargerðir + 26 áminningar), sbr. Dómsmálaskýrslur, töflu 1. Að því er hegningarlögin varðar, er slík afgreiðsla langalgengust á þessum brotum: tékkamisnotkun (298), líkamsmeiðing af gáleysi, ekki í sambandi við bifreiðaslys (98), fjár- svik (78), peningafals, skjalafals (55), líkamsárás (36). Að fjársvik- um og tékkamisnotkun slepptum eru hér lágar tölur um fjárréttinda- brotin: þjófnaður og gripdeild (2), ólögmæt meðferð fundins fjár (3), fjárkúgun, rán (1). Af tölum hér að framan má sjá, að sum auðgunarbrot eru mjög tíð, en önnur ákaflega sjaldgæf (skilasvik, umboðssvik, ólögmæt meðferð fundins fjár, misneyting, fjárkúgun). Varla verður því tíðni auðg- unarbrota beitt sem röksemd með núverandi flokkun. Verður þó að hafa í huga, að sum hinna fátíðari brota er auðvelt að dylja. D) Hvað er auðgunartilgangur? 1. Þótt spurningin sé svo orðuð, er hugtakið auðgunartilgangur hvergi beinlínis notað í lögum, nema í 261. gr. alm. hgl. 1 243. gr. alm. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.