Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 33
í ljós, að'hinu fyrirhugaða refsilagaákvæði yrði sjaldan beitt af dóm- stólunum og það hefði því lítið varnaðargildi. Engu að síður lagði dómsmálaráðuneytið í athugasemdum sínum áherzlu á svipað sjónar- mið og vinnuhópurinn: „Herved fremhæver man tydeligst den onskede sidestilling med andre alvorlige forbrydelser. Bestemmelsen foreslás indsat som § 289 í straffelovens kapitel 28 om berigelsesforbry- delser. Báde skattesvig og indsmugling rummer i deres typiske form et vindingsmotiv hos gerningsmanden og et tilsvarande tab for det offentlige, der gor det naturligt at placere den nye bestemmelse sam- men med andre berigelsesforbrydelser.“ Hér er rétt að vekja athygli á þremur atriðum, sem draga úr gildi þessara röksemda: a) Eðli skattsvika og tíðni eru þess valdandi, að réttarvitund fólks gagnvart brotum er mjög tvíbent. Milli tíðni brota og réttarvitundar geta verið víxlverkanir. Varnaðaráhrif refsiákvæðis eða breytingar á því í þyngingarátt er venjulega því meiri sem réttar- og siðgæðisvit- und þegnanna er móttækilegri fyrir félagslegt aðhald. Siðgæðis- og trúarreglur mynda ásamt lagaákvæðum mjög sterkan varnargarð um líf og limi. Réttarvitund manna skilur fullkomlega nauðsyn þess að setja umferðarreglur, en hún er tvíbent gagnvart einstökum umferð- arreglum, t. d. hinum lágu hraðatakmörkum hér á landi. Réttarvit- undin skilur nauðsyn skattlagningar, en er tvíbent, þegar að framtali einstaklingsins kemur og skattákvörðun. Sé réttarvitund tiltekins hóps eða stéttar andstæð gildandi lagareglum, geta varnaðaráhrif þeirra orðið að engu, t. d. lög um ávana- og fíkniefni í hópi hassneytenda, lög um herskyldu í hópi friðarsinna eða í ákveðnum trúarsöfnuðum, sjá Andenæs, Straff og almenprevensjon (TfR. 1966), bls. 18—14. b) 1 umræðum um almenn varnaðaráhrif er vitneskja borgaranna og hugmyndir um lagareglur venjulega ofmetin. Vafasamt er um til- finningaleg áhrif þess, að menn séu dæmdir skv. hegningarlögum, en ekki sérlögum. Ekki er unnt að hrekja þá getgátu, að slíkt hafi ein- hver áhrif, en um það atriði skortir réttarfélagsfræðilega könnun. Þá dregur það úr upplýsingamiðlun um meðferð skattamála, að þau eru fyrst og fremst afgreidd af stjórnsýsluaðilum, en koma sárasjaldan til meðferðar hjá dómstólum, þar sem réttarhöld eru opin. c) Þær tvær breytingar til þyngingar, sem hér um ræðir, snerta aðeins örfá skattalagabrot, þau stórfelldustu. Það er vafalaust rétt að hækka refsihámarkið til að geta borið niður á stórfelldum skatt- svikum. En breytingarnar eru af þessum ástæðum ólíklegar til að hafa áhrif á tíðni venjulegra skattsvika. Niðurstaðan er sú, að breyt- ingar þessar geti gert eitthvert gagn og séu tæpast á nokkurn hátt 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.