Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Side 36
fram yfir hina úreltu meginreglu um ótakmarkað frelsi til fiskveiða á hafinu utan þröngrar landhelgi. Þeir eru hins vegar margir, sem telja, að slíkt takmarkað kerfi forgangsréttinda sé ekki þess megnugt að tryggja sanngjarna hlutdeild strandríkisins í heildaraflanum og skynsamlega stjórnun fiskveiða, fremur en kennisetningin um fullt frelsi til fiskveiða á velmektardögum sínum. Þjóðréttarleg viðurkenn- ing á lögsögu strandríkisins yfir allvíðáttumiklu svæði fyrir utan landhelgi þess mundi tvímælalaust betur til þess fallin að leysa vanda sanngjarnrar skiptingar aflans og verndunar fiskistofnanna, og jafn- framt vera mjög í hag þeim mörgu þróunarríkjum, sem enn hafa ekki byggt upp sjávarútveg sinn, nema að mjög takmörkuðu leyti. 1 þessu sambandi vakna tvær spurningar, sem krefjast svars. Hin fyrri er, hvers vegna það er talið æskilegt, að alþjóðleg viðurkenning fáist á slíkum rétti standríkisins, og í öðru lagi, hvers eðlis sá réttur eigi að vera. Það ástand, sem í dag ríkir í fiskveiðum veraldar, er sterkasta rök- semdin, sem mælir með því að veita strandríkinu lögsögu yfir fiski- miðunum utan landhelgi þess. Vera má, að unnt sé að auka heildar- aflamagnið, sem nú er nálægt 60 miljón tonnum, upp í 100 miljón tonn, en það verður aðeins gert með því að nýta nýjar fiskitegundir, sem hafa ekki fram að þessu verið taldar hæf neyzluvara. Heildarafla- magnið er því í rauninni mjög takmarkað, en það er þó mikilvægasta fæðuforðabúrið í veröld, þar sem mannfjöldinn tvöfaldast á hverjum 30 árum og mun sennilega hafa náð 7 billjónum árið 2000. Að því er varðar hinar hefðbundnu fiskitegundir, þá eru flestar þeirra þegar Gunnar G. Schram varð cand. jur. 1956 og eftir framhaldsnám í Heidelberg og Cambridge lauk hann doktorsprófi 1961. Hann var ritstjóri Vísis 1961—1966, en réðst þá í utanríkisþjón- ustuna og hefur starfað þar síðan, nema 1970 —1971, er hann var lektor við lagadeild Há- skólans. Hann hefur verið varafastafulltrúi Is- lands hjá S.Þ. síðan 1971, en mun innan skamms snúa heim og taka við störfum skrif- stofustjóra í forsætisráðuneytinu. — Erindi það, sem hér birtist, var flutt á ráðstefnu, sem Law of the Sea Institute, Rhode Island, hélt 14. —17. janúar s.l. á Bermúdaeyjum um „Pro- blems of Fishery Jurisdiction and Enforcement: The Case of the North Atlantic Region". 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.