Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 45
gjald á veiðar hinna erlendu skipa. Gert er ráð fyrir þess konar fyrir- komulagi m. a. í tillögu Bandaríkjamanna um fiskveiðar, sem þeir hafa borið fram í Hafsbotnsnefndinni og í fyrri tillögu Kanadamanna (ekki er þar þó vikið að sérstöku fiskveiðigjaldi). Þannig er unnt að koma til móts við hagsmuni þeirra ríkja, sem á fjarlæg mið sækja, á ýmsan hátt innan auðlindalögsögu strandríkisins. 1 ýmsum tilvikum gæti verið óæskilegt eða óréttlátt að útiloka allar veiðar erlendra skipa þar, þótt ljóst sé, að strandríkið verður að hafa óskoraðan og óskilyrtan rétt til þess að ákvarða, hvernig slíkum veið- um yrði hagað, og hve mikið aflamagn hinum erlendu skipum yrði heimilað að taka innan þessa svæðis. 7. Leysir ný alþjóðastofnun vandann? Að lokum má varpa fram þeirri spurningu, hvers vegna veita eigi einkaréttarlögsögu strandríkisins viðurkenningu í hinum nýja rétti hafsins, í stað þess að setja á laggirnar nýja alþjóðastofnun, sem hefði það hlutverk að annast stjórnun og verndun allra fiskimiða utan 12 mílna landhelginnar. Hugsanlegt væri að veita strandríkjum ákveðin forréttindi til fiskveiða undir slíku alþjóðlegu kerfi, fiskveiði- nefndirnar yrðu hluti af slíkri stofnun og vald þeirra og starfshæfni stórum aukin. Þannig yrði hafið og auðlindir þess sannkölluð arfleifð alls mannkyns. Undirritaður er því sammála, að þetta væri hin mesta kjörlausn á þeim vanda, sem við blasir í fiskveiðum veraldar. En líta verður á hlutina af raunsæi og gefa gaum nokkrum staðreyndum, sem mæla gegn því, að þessi leið sé fær. Mótbárurnar eru hér fyrst og fremst þessar: (a) Með tilliti til þess að stórveldin hafa jafnan reynzt mjög ófús til þess að gangast undir bindandi lögsögu alþjóðlegra stofnana eða veita nýrri alþjóðastofnun vald, sem takmarkar ríkisyfirráð þeirra, verður að telja ákaflega litlar horfur á, að ofangreind hugmynd kom- ist nokkurn tíma í framkvæmd. (b) Nær þriðjungur allra strandríkja veraldar hefur þegar tekið sér einhliða ýmis konar lögsögu yfir fiskimiðum utan 12 mílna land- helginnar og varið slíka lögsögu, þegar á hefur þurft að halda. Það er í hæsta máta ósennilegt, að þessar þjóðir fáist til þess að hverfa aftur til fyrri skipunar og afsala sér þeim efnahagslega ávinningi, sem þær þegar hafa náð. (c) Sameinuðu þjóðirnar hafa tvisvar með meir en % hluta atkvæða lýst því yfir að auðlindir landgrunnshafsins tilheyri strandríkinu.31) 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.