Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Side 48
Fra
Lögmaimafélagi
íslantls
AÐALFUNDUR 1974
Aðalfundur L.M.F.Í. var haldinn laugardaginn 30. marz s.l. Formaður félags-
ins, Páll S. Pálsson hrl., setti fundinn og kvaddi Jón Sigurðsson hrl. til fund-
arstjórnar, en fundarritari var Ragnar Aðalsteinsson hrl.
Formaður las skýrslu stjórnar, en minntist áður þeirra félagsmanna, sem
látizt höfðu frá síðasta aðalfundi, þeirra Einars B. Guðmundssonar hrl., Gunn-
ars Jónssonar hrl., Jóhanns Ragnarssonar hrl. og Sigurðar Sigurðssonar hrl.
Formaður gat þess helzta, sem gerzt hefði í félagslífinu og á stjórnarfund-
um á undanförnu stjórnarári, þ. e. dómsstörfum stjórnarinnar, samskipta
við stjórnvöld og umsögnum um lagafrumvörp. Þá gat hann bókagjafar, sem
félaginu hafði borizt frá Lárusi Jóhannessyni fyrrv. hæstaréttardómara, en
hann hefur enn sýnt góðan hug sinn til félagsins með stórri bókagjöf. Bóka-
safn félagsins var skráð af Páli Skúlasyni lögfræðingi og bókaverði og komið
fyrir í skrifstofu félagsins. Þá gat formaður um námskeið um verksamninga,
sem þá stóð til að halda og haldið var 16.—19. apríl, en námskeið þetta hélt
félagið í samvinnu við Verkfræðingafélag íslands. Þá reifaði formaður hug-
mynd, sem fram hafði komið á almennum félagsfundi s.l. vetur, að félagið
minntist 1100 ára afmælis íslandsbyggðar með því að reisa minnisvarða að
Breiðabólstað í Vestur-Hópi í minningu þess, að þar voru fyrst skráð lög á
fslandi ,,at Hafliða Mássonar“. Samþykktu fundarmeníi að stjórnin kæmi
þessari hugmynd í framkvæmd, en þegar hafði verið unnið að könnun máls-
ins. Stendur til, að varðinn verði afhjúpaður hinn 20. júlí n.k., en Steiniðja
S. Helgasonar hefur tekið að sér að annast gerð hans.
Þá skýrði formaður frá fundi í samtökum lögmanna á Norðurlöndum, sem
haldinn var í september s.l. í Kaupmannahöfn, en fundinn sótti formaður
ásamt ritara félagsins, Skúla Pálssyni. Reifaði formaður helztu mál, sem þar
komu fram, en meðal þeirra var lögfræðiaðstoð við almenning. Hvatti hann
til, að L.M.F.f. stuðlaði að því að tekinn yrði upp líkur háttur um aðstoð þessa
og tíðkazt á Norðurlöndunum hinum.
Að lokinni skýrslu formanns urðu nokkrar umræður, og varpað var fram
fyrirspurnum, sem formaður svaraði.
Þá lagði gjaldkei félagsins, Jóhannes L. L. Helgason hrl., fram endur-
skoðaða reikninga félagsins og sjóða þess, þ. e. styrktarsjóðs, námssjóðs og
væntanlegs ábyrgðarsjóðs. Hagur félagsins er sæmilegur.
42