Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 55
STOFNUN RÍKISSTARFSMANNADEILDAR Á framhaldsaðalfundi Lögfræðingafélagsins, sem haldinn var á Hótel Loft- leiðum 24. janúar s.l., var samþykkt breyting á félagslögum. Var bætt í lögin sérstökum kafla um félagsdeildir. Felst í þessari breytingu, að stofnuð hefur verið ríkisstarfsmannadeild til að fara með kjaramál. Heimilt er að stofna fleiri deildir. Þessi lagabreyting var eina dagskrármálið á framhaldsaðal- fundinum, og urðu um hana nokkrar umræður. Að lokum var hún samþykkt samhljóða. Aðalfundur hinnar nýstofnuðu ríkisstarfsmannadeildar var haldinn í Lög- bergi 25. febrúar s.l. Formaður félagsins ræddi þar hið nýja skipulag þess, en Magnús Thoroddsen, sem þá hafði tekið við formannsstörfum í samn- inganefnd við fjármálaráðuneytið, gerði grein fyrir samningaviðræðunum. Þá var kosin stjórn og ný samninganefnd. í stjórn ríkisstarfsmannadeildar voru kosnir: Stefán Már Stefánsson (formaður), Valtýr Sigurðsson og Jón Thors. Varamaður var kosinn Ólafur Björgúlfsson. í samninganefnd vegna sérsamn- inga við fjármálaráðuneytið vegna laga nr. 46/1973 voru kosnir: Magnús Thoroddsen, Friðgeir Björnsson, Þórhallur Einarsson, Jón Thors, Þorleifur Pálsson, Kristinn Ólafsson og Ólafur Björgúlfsson. Til vara: Jakob V. Hav- steen, Axel V. Tulinius, Már Pétursson, Jón Ingimarsson og Axel Ólafsson. Eins og getið hefur verið um hér í tímaritinu, m. a. í 3. hefti 1973 bls. 32, hafa nokkrir skipulagserfiðleikar orðið vegna laga nr. 46/1973. M. a. var stofnað Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Eins og fram kemur í frétt um BHM í 4. hefti 1973 fannst lausn á þeim vanda, er þetta skapaði, og hafa stjórnarráðsmenn starfað í samninganefnd Lögfræðinga- félagsins. Sýslumenn, ráðuneytisstjórar og nokkrir aðrir lögfræðingar vildu ekki, að laun þeirra og önnur kjör yrðu ákveðin með samningum eftir lögum nr. 46/1973; og sögðu sumir þeirra sig úr Lögfræðingafélaginu af þeim sök- um. Eftir stofnun ríkisstarfsmannadeiidarinnar er unnt að vera í félaginu, en vera þó utan kjarasamningakerfisins. Með bréfi 17. apríl s.l. tilkynnti for- maður Sýslumannafélags íslands, að stjórn þess félags hefði 5. apríl sam- þykkt að mæla með því við félagsmenn, að þeir væru félagar í Lögfræðinga- félaginu. — Um störf ríkisstarfsmannadeildar ræðir í öðrum fréttagreinum hér í heftinu. Þór Vilhjálmsson ÞRÍR FRÆÐAFUNDIR Skaðabætur utan samninga í flutningarétti nefndist fyrirlestur, sem Páll Sig- urðsson dósent flutti á fræðafundi í Lögfræðingafélaginu 4. febrúar s.l. Að erindinu loknu urðu umræður, og tóku þá til máls: Bjarni K. Bjarnason borgar- dómari, Valgarð Briem hrl., Már Pétursson héraðsdómari og Þór Vilhjálms- son prófessor. Umboðsmaður Alþingis kallaðist fyrirlestur, sem Sigurður Gizurarson hrl. flutti á fræðafundi 21. febrúar, en Sigurður vann að samningu frumvarps um þetta efni, sem lagt var fram á síðasta Alþingi. I umræðum um erindið tóku þátt: Páll S. Pálsson hrl., Jónatan Þórmundsson prófessor, Þór Vilhjálmsson prófessor, Hrafn Bragason borgardómari, Tómas Gunnarsson hrl. og Björn Þ. Guðmundsson borgardómari. 49

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.