Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 10
Norsku og sænsku skaðabótalögin eru ekki löng. Þeim er það sam-
merkt, að þau eru hugsuð sem grundvöllur að ítarlegri almennum lög-
um um skaðabætur. Lögin eru nokkurs konar kjarni, er bæta má við
og breyta eftir því, sem endurskoðun skaðabótaréttarins miðar áfram.
Ætlunin er að nýjum ákvæðum verði skotið inn í lögin, þegar þörf
krefur. Þess vegna hafa lagagreinar verið tölusettar öðru vísi en venju-
legt er. Lögunum báðum er skipt í kafla og hefur hver kafli sjálfstæða
tölusetningu greina. 1 norsku lögunum ber fyrsta grein fyrsta kafla
númer 1-1, önnur grein sama kafla 1-2 o. s. frv. Fyrsta grein 2. kafla
verður 2-1, önnur grein 2-2 og þriðja grein kaflans 2-3. Hver kafli
sænsku laganna hefst á fyrstu grein og er vitnað til kafla og greina
þannig að tala kaflans kemur á undan, en númer greinar á eftir, t.d.
merkir 2:3 þriðju grein anhars kafla.
Reglur skaðabótalaganna gera sök að skilyrði fyrir skoðabóta-
skyldu, að undanskildu ákvæði norsku laganna um takmarkaða hlut-
læga ábyrgð foreldra á skaðaverkum barna. Sumar reglurnar varða
ábyrgð á eigin culpa, en aðrar varða ábyrgð á saknæmum verkum
annarra (vinnuveitendaábyrgð).
Eins og fram hefur komið eru nýju skaðabótalögin norsku og
sænsku eins konar rammi, sem hefur ekki að geyma tæmandi reglur
um skaðabætur utan samninga. Ákvæði laganna eru almenns eðlis og
gerð sem vísireglur, sem beita má við mjög ólíkar aðstæður. Þegar
ákvæðunum er beitt um ákveðin tilvik, verður að skýra ýmis hugtök,
sem notuð eru í lögunum. Lögin þarf einnig að fylla með því að beita
þeim grundvallarreglum skaðabótaréttar, sem ekki koma fram í ákvæð-
um laganna, t.d. reglum um orsakasamband og sennilega afleiðingu
(vávæni). (Ulf Nordenson, Bertil Bengtsson, Erland Strömbáck,
Skadestánd, 2. útg., Stockholm 1976, bls. 78 og 82).
Þar sem skaðabótalögin fela ekki í sér tæmandi reglur um skaða-
bótarétt verður yfirleitt ekki gagnályktað frá ákvæðum þeirra. T.d.
verður ekki dregin sú ályktun af almennu reglunni um sök sem skilyrði
bótaskyldu í 2:1 sænsku laganna (skammst. SkL), að menn geti ekki
borið hreina hlutlæga ábyrgð, sbr. fyrirvarann í 1:1 SkL, sem síðar
verður vikið að. í norsku lögunum er til öryggis tekið sérstaklega fram,
að lögin takmarki á engan hátt hlutlæga ábyrgð, er byggist á öðrum
skaðabótareglum, sem í gildi séu. Af almennu réglum laganna um at-
vinnurekandaábyrgð verður ekki dregin sú ályktun, að ekki komi til
greina að leggja ábyrgð á atvinnurekanda vegna skaðaverks sjálfstæðs
framkvæmdaaðila. Skaðabótalögin þrengja með öðrum oi’ðum ekkert
kosti dómstóla til að dæma atvinnurekanda skaðabótaskyldan vegna
172