Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 20
byggist hún á því, að almennt beri launþegi ekki bótaábyrgð á tjóni, er hann veldur í starfi (Hellner, bls. 297). Hann er aðeins skaðabóta- skyldur, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sbr. 4.5. hér að framan. 1 ákvæði 3:6 SkL felst hins vegar lækkunarheimild, er nær til muna- tjóns, sem atvinnurekandi, ríki eða sveitarfélág ber ábyrgð á. Allar þess- ar reglur um milda bótaábyrgð eiga aðeins við um sérstaka hópa tjón- valda eða aðila, sem bótaskyldir eru vegna tjóns. Aðrir en þeir, sem að framan eru taldir, njóta því ekki hagræðis af sanngirnismati, sem beitt verður skv. sérreglunum. I 6:2 SkL er á hinn bóginn almenn Iækkunarheimild, er nær til allra skaðabótaskyldra aðila. Ákvæði þetta er svohljóðandi: Ef skylda til að greiða skaðabætur er svo þungbær, að ósanngjarnt megi telja, þegar litið er til fjárhagsástæðna hins skaðabótaskylda, má milda skaðabóta- ábyrgð eftir því, sem sanngjarnt er. Við mat á því skal einnig taka tillit til þarfar tjónþola fyrir bætur og annarra aðstæðna. Hér er um afar víðtæka heimild til lækkunar að ræða, en of snemmt er að segja um, hve mikil áhrif hún hefur í sænskum skaðabótarétti. 4.9. Óskipt ábyrgð Séu tveir eða fleiri aðilar ábyrgir fyrir sama tj óni, bera þeir óskipta ábyrgð (ábyrgð in solidum) á greiðslu fébóta, nema skaðabótaábyrgð annars (einhvers) þeirra sé takmörkuð að lögum, 6:3 SkL. 5. LAUSLEGUR SAMANBURÐUR Á NORSKU OG SÆNSKU LÖG UNUM OG ÍSLENSKUM BÓTAREGLUM 5.1. Ábyrgð barna og unglinga Þegar 1-1 gr. norsku skbl. og 2:2 SkL eru bornar saman við íslensk- ar reglur um ábyrgð barna, kemur í ljós, að þar er enginn verulegur mun- ur á. Skal minnt á, að Hæstiréttur hefur slegið föstu að beita megi 2. mgr. 21. gr. laga nr. 95/1947 með lögjöfnun um skaðabótaskyldu barna utan samninga, sjá Hrd. 1974, 356. Um muninn á 1-1 gr. n. skbl. og 2:2 SkL sjá 4.3.2. hér að framan. 5.2. Ábyrgð foreldra og annarra, sem annast börn 1 SkL eru engar sérstakar reglur um bótaábyrgð þessara aðila. Al- menna reglan í 1. tl. 1-2. gr. n. skbl. um ábyrgð vegna eftirlitsskorts o.þ.h. er í samræmi við gildandi íslenskan rétt. önnur ákvæði 1-2 gr. eiga sér ekki hliðstæðu í íslenskum rétti. Engin lagaheimild gildir hér um lækkun skaðabóta, sem fallið geta á foreldra eða aðra umsjónarmenn 182

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.