Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 29
an um sanngirnismatið (sem einnig á við um tjón á munum) bjóði upp á, að úrslit bótamála fari eftir geðþótta þess, sem úrskurða á mál hverju sinni. Ýmis fleiri rök má færa gegn hinum nýju reglum um eigin sök tjónþola (sjá t.d. Bertil Bengtsson, Nyheter i skadestándslag- stiftningen, SvJT 1976, bls. 609—613). Norska reglan um hlutlæga ábyrgð foreldra á skaðaverkum barna upp að vissu marki (1000 norskum kr.) er einstætt nýmæli, en ekki verður sagt, að hún marki djúp spor í þróun skaðabótaréttar. Óhætt mun að fullyrða, að hér á landi finnist foreldrum það vera siðferðileg skylda sín að greiða bætur fyrir tjón, sem börn þeirra valda öðrum, a.m.k. minni háttar eignatjón. Má því segja, að norska réglan sam- ræmist réttarvitund almennings, ef nota má svo óákveðið hugtak. Ávallt verður að telja varhugavert að lögbjóða hlutlæga ábyrgð, án þess að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja, að þeir, sem ábyrgð- in getur fallið á, séu ábyrgðartrýggðir. Hér er þó um svo lága fjárhæð að ræða, að ástæðulaust er að lögbjóða ábyrgðartryggingu vegna hlut- lægrar foreldraábyrgðar. Auk þess má telja, að mikill meiri hluti for- eldra í Noregi eða jafnvel flestir foreldrar hafi ábyrgðartryggingu gegn þessari áhættu. Hér á landi er heimilistrygging ákaflega útbreidd. 1 vátryggingu þessari hefur ávallt verið innifalin ábyrgðartrygging gegn tjóni af völdum barna. Nýlega hafa flest íslensk vátryggingafé- lög breytt vátryggingarskilmálum sínum þannig, að framvegis bætir heimilistrygging án tillits til skaðabótaskyldu að lögum tjón á mönn- um eða munum, sem barn vátryggingartaka veldur, enda sé það yngra en 10 ára. Ymis konar tjón er að vísu undanþegið vátryggingarvernd, en þó kemur heimilistrygging með þessum skilmálum að verulegu leyti í stað hlutlægrar ábyrgðar. Að sumu leyti er maður, sem bíður tjón af völdum ábyrgðartryggðs barns á íslandi, betur settur en norskur tjónþoli, er byggt getur á hlutlægu bótareglunni, því að vátryggingar- upphæðir hér eru margfalt hærri en hámark bóta skv. norska laga- ákvæðinu. Þegar á allt er litið má frekar mæla með lögfestingu hlut- lægrar ábyrgðar foreldra upp að vissu hámarki, þótt því fari fjarri, að slík lagasetning sé knýjandi nauðsyn. 7. HVAÐ HEFUR GERST MEÐ SETNINGU NORRÆNU LAGANNA? Fram hefur komið, að í norsku og sænsku skaðabótalögunum fel- ast ýmis nýmæli, einkum þó í hinum sænsku. En hver verður niður- staðan, ef reynt er að léggja dóm á lögin í heild? 191

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.