Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 22
bótalaganna um það atriði, vegna óvissu um efni íslensku reglnanna. Islenskir dómstólar hafa lagt bótaábyrgð á hið opinbera vegna mistaka í opinberri sýslu, þótt ekki sé til þess sérstök heimild í lögum, en mörgum spurningum er enn ósvarað um slíka ábyrgð. 1 norsku og sænsku lögunum eru ákvæði, er mæla fyi’ir um, að vistmenn, sem taka þátt í vinnu á opinberum hælum, jafngildi laun- þegum í merkingu laganna, sjá 3. tl. 2-1 gr. n. skbl. og 2. tl. 6:4 SkL. Sama segir í 6:4 SkL um skólanemendur, er inna af hendi störf, sem venjulega eru unnin af launþegum. Með öllu er óvíst að íslenska ríkið beri fébótaábyrgð á atferli slíki’a manna. 1 einu hæstaréttarmáli hefur ríkið vei’ið sýknað af kröfu um bætur fyrir'. spjöll, er fangar, sem struku úr refsivist, unnu á bifreið, er þeir tóku í heimildarleysi, sjá Hrd. 1960, 774. 1 máli þessu reisti tjónþoli kröfur sínar á hendur ríkissjóði á því, að undankomu fanganna mætti í’ekja til vangæslu fangelsis- st j órnarinnar. 5.6. Lækkun skaðabóta, sem atvinnurekanda ber að greiða Bæði norsku og sænsku skaðabótalögin hafa séi’staka lækkunar- heimild um ábyrgð atvinnui’ekanda, sjá 2-2 gr. n. skbl. og 3:6 SkL. Heimildir þessar eru alls ekki samhljóða, en í báðum ei’u váti’ygging- ar og vátryggingarkostir tilgreint sem lækkunax’ástæður. Islenskan í’étt skortir almennt ákvæði um lækkun skaðabóta, er greiðast eftir atvinnui’ekandaábyrgðarreglunni. I 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga er eins og kunnugt er ákvæði um lækkuix eða niðui’fellingu bótaskyldu, þegar tjón verður á vátryggðum hagsmunum. Atvinnurekandi nýtur vitanlega góðs af þeii’ri reglu, þeg- ar skilyrði fyrir beitingu heimildarinnar eru fyrir hendi. Heimildin í 25. gr. laga nr. 20/1954 er aftur á móti mun þrengri en heimildir norsku og sænsku laganna. 5.7. Lækkun skaðabóta, sem staifsmanni (launþega) er skylt að gi’eiða Ákvæði norsku og sænsku laganna um skaðabótaábyrgð launþega ei’u hver með sínum hætti, 2-3 gr. n. skbl. og 4:1 SkL. Sænska laga- greinin er einfaldari en sú norska. Gildir ein í’égla um þá ábyrgð, sem fallið getur á launþega innan í-amma SkL. Sænskur launþegi er aðeins bótaábyrgur, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, og fer um bóta- ábyi’gð hans eftir sanngirnismati, hvernig sem skaðabótaki’öfuna ber að og hvort sem tjónþoli er atvinnurekandi tjónvalds eða þriðji maður. Norsku lögin greina aftur á móti milli þriggja tilvika: (1) Tjóns, sem launþegi hefur valdið þriðja manni og atvinnui’ekandinn hefur greitt, 184

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.