Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 12
3.3. Ábyrgð foreldra og annarra, sem annast börn 1 1. tl. 1-2 gr. laganna er ákvæði, sem er efnislega á þá lund, að foreldrar barna og unglinga undir 18 ára aldri séu skaðabótaskyld eftir sakarreglunni vegna eftirlitsskorts og þess háttar. Annar tl. sömu greinar (sbr. breytingarlög frá 13. febrúar 1976 (nr. 1)) felur aftur á móti í sér réglu um hlutlæga ábyrgð foreldra á saknæmum skaðaverkum barna sinna undir 18 ára aldri, enda búi barnið á heimili foreldris og það hafi forræði barnsins. Hlutlæga ábyrgð- in er takmörkuð við 1000 norskar krónur vegna hvers einstaks tjóns- atburðar. Um tjón, sem fer upp fyrir það mark, gildir almenna reglan um ábyrgð foreldra. Segja má, að í þessari hlutlægu reglu felist, að foreldrar beri húsbóndaábyrgð á skaðaverkum barna sinna, því að meginskilyrði foreldraábyrgðar og húsbóndaábyrgðar eru þau sömu, þ.e. að um saknæmt atferli sé að ræða af hálfu barns eða starfsmanns. í 3. og 4. tl. 1-2 gr laganna er heimild til að lækka skaðabætur, sem falla á foreldra og aðra út af skaðaverkum barna. Bæturnar má lækka, ef bótagreiðsla yrði svo þungbær, að ósanngjarnt mætti telja með hliðsjón af hátterni því, er leiddi til tjóns og öðrum atvikum. Lækkunarheimildin á við, hvort sem foreldri ber ábyrgð á grundvelli sakar eða skv. hlutlægu ábyrgðarreglunni. Heimildin nær einnig til annarra aðila, sem bótaábyrgð kann að falla á í sambandi við umsjón með börnum. 1 lögunum er þó engin regla, sem mælir fyrir um bóta- grundvöll, er ábyrgð slíkra aðila getur byggst á. Verður því um hana að fara eftir almennum ólögfestum réglum. 3.4. Ábyrgð geðveikra manna Ákvæði 1-3 gr. laganna um bótaskyldu einstaklinga, sem vegna afbrigðilegs ástands geta ekki gert sér grein fyrir gerðum sínum, svara í aðalatriðum til reglu 1-1 gr. um ábyrgð bama. 1 1. tl. 1-3 gr. segir, að sá, sem er geðveikur, geðveill, meðvitundarlaus eða svipað á sig kominn andlega, skuli bæta það tjón, sem hann veldur, eftir því sem sanngjarnt þyki, þegar litið er til hegðunar hans, efnahags og annarra atvika. Þessi regla er samhljóða bótareglunni um börn, að öðru leyti en því, að sök er ekki skilyrði bótaskyldu. Þá er og að sjálf- sögðu ekki vísað til aldurs og þroska hér. Auk þess segir í 1. tl. 1-3 gr., að tjónvaldur beri ábyrgð eftir al- mennum skaðabótareglum, ef hann sjálfur á sök á skammvinnu ástandi af því tagi, sem fyrr greinir. 1 2. tl. 1-3 gr. er heimild til að lækka bætur úr hendi þess, sem hefur orðið bótaskyldur sakir skorts á eftirliti með geðbiluðum manni. 174

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.