Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 41
gerð og veita tryggingu fyrir, að ekkert gleymist. Það er því síst að undra, að lögmenn, a.m.k. á stundum, renni þakklátum huga til höfundar, er þeir hand- fjatla bækur hans í leit að fróðleik og fyrirmynd. Með skírskotun til 4. mgr. 7. gr. skipulagsskrár námssjóðsins samþykkir stjórnin, að lögmenn sýni þakklæti sitt í verki, þótt í litlu sé, með því að námssjóðurinn verðlauni höfund framan- greindra bóka með peningafjárhæð, kr. 200.000 — tvöhundruðþúsundkrón- ur —“. Loks er þess að geta, að á árinu 1977 gaf námssjóðurinn út rit Arnljóts Björnssonar prófessors, Dómar um bótaábyrgð hins opinbera. Kostnaður við þá útgáfu nam samtals kr. 358.888, eins og áður greinir. Vegna seldra bóka árið 1977 hefir sjóðurinn fengið upp í útgáfukostnaðinn kr. 168.300. Sjóðnum var aldrei ætlað að safna fé til varðveislu og ávöxtunar. Stjórn sjóðsins á að vera örveitul og óspör á fé sjóðsins, enda gera reglur sjóðsins ráð fyrir því, að ráðstafað sé ár hvert allt að 90% af tekjum sjóðsins árið á undan. GuSm. lngvi SigurSsson. 203

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.