Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 26
launþega, er valda tjóni í starfi, gilda vægar skaðabótaréglur eftir norsku og sænsku lögunum. Flestum mun þykja þetta eðlilegt og verð- ur að telja æskilegt að setja slíkar reglur hér á landi. Annað mál er það, að það orkar tvímælis, hve langt þær réglur eigi að ganga, en ekki óeðlilegt, að þær yrðu í stórum dráttum sama efnis og þau erlendu nýmæli, sem hér um ræðir. öllu meiri álitamál koma upp, er meta skal kosti og galla heimildar til að lækka skaðabætur, sem atvinnurekanda er skylt að greiða. Draga má í efa, að réttlætanlegt sé að setja slíka reglu, nema lögfesta jafnframt lækkunarreglu, er taki til annarra þeirra, sem orðið geta skaðabótaskyldir utan samninga. Lítið samræmi er í því, að unnt sé að lækka bætur úr hendi atvinnurekanda eftir sann- girnissjónarmiðum, ef þess er enginn kostur, þegar fulltíða og and- lega heilbrigður maður veldur tjóni í einkalífi, t.d. við vinnu í garðin- um sínum, í íþróttum eða sem vegfarandi. Þannig er réttarstaðan eftir norsku lögunum, ef frá eru talin heimildarákvæði um lækkun skaða- bóta fyrir líkamstjón og lækkun bóta vegna tjóns, sem fellur á mann vegna skaðaverka barna eða vangæslu andlega vanheils einstaklings. Almenna lækkunarheimildin í sænsku lögunum girðir hins vegar fyrir slíkt ósamræmi. Ekki verður séð, að unnt sé að taka afstöðu með eða móti sérstakri lækkunarheimild vegna ábyrgðar atvinnurekanda, án þess að samtímis sé ákveðið, hvort hliðstæðar heimildir verði lögfest- ar um aðra bótaábyrga aðila, annað hvort almenn lækkunarheimild eða í formi sérstakra heimilda. Um kosti heimilda norsku og sænsku laganna til að beita sanngirnismati við ákvörðun bótaskyldu atvinnu- rekanda (sænska heimildin tekur aðeins til munatjóns) skal sérstak- lega getið hins merka nýmælis, að bæði ber að taka tillit til vátrygg- inga, sem eru fyrir hendi, og vátryggingakosta. 1 fyrsta lagi skal taka tillit til vátrygginga, sem tjónþoli hefur keypt á hagsmunum sínum, svo og vátryggingar, er tjónvaldur hefur keypt (þ.e. ábyrgðartrygg- ingar). 1 öðru lági skal litið til þess, hvort tj ónþoli eða tj ónvaldur hafa vanrækt að kaupa vátryggingar, er bætt hefðu tjónið, og sem eðlilegt má telja, að aðilar í þeirra sporum kaupi. Með þessu er stigið mikil- vægt skref í þá átt að láta vátryggingar taka við hlutverki skaða- bótaréttarins. Það nýmæli, sem er einna umdeilanlegast, er almenna lækkunar- heimildin í sænsku lögunum. Aðalröksemdin er sú, að hún sé nauð- synleg vegna hagsmuna tjónvalds. Menn geta valdið geysimiklu tjóni vegna tiltölulega lítillar óaðgæslu, og ósanngjarnt er og oft alveg vita þýðingarlaust að dæma fullar bætur, þegar hinn bótaskyldi má sín lítils fjárhagslega. Það er þess vegna alger forsenda fyrir beitingu 188

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.