Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 45
Alþjóðadómstóllinn og hvernig megi auka starfssvið hans og gildi er stór- kostlega eftirtektarvert atriði, ekki síst fyrir þjóðir, sem eru ófærar til þess að halda uppi rétti sínum með hervaldi. Miklar umræður urðu um þetta mál, kosnar nefndir og gerðar ályktanir. Svo sem verið hefir á nokkrum síðustu ráðstefnum samtakanna, var efnt til sýniréttarhalda í Alþjóðadómstólnum, er minnir á það sem við höfum séð hérlendis hjá lagastúdentum í Háskóla Islands í sjónvarpi. Að þessu sinni voru réttarhöldin tvö. Fyrra verkefnið var „Réttur manna til að deyja“, það er réttur manns, sem gengur með ólæknandi sjúkdóm, til þess að gera samning við lækni um, aö hann stytti honum aldur með lyfjagjöf, þegar sjúkdómurinn er kominn á hátt stig. Þetta var á fyrsta degi ráðstefnunnar. Alþjóðasamband dómara skipu- lagði réttarhöldin. Dómararnir voru flestir dómsforsetar Hæstaréttar í lönd- um sínum en dómararnir voru 8 talsins Málflutningsmenn voru fjórir, — úr heimi kristinna, Gyðinga, Islams og Búddatrúarmanna. Málflutningurinn vakti mikla athygli og spennu meðal hinna fjölmörgu áheyrenda. Álit dómsins, er lesið var í ráðstefnulok, virtist vekja nokkra undrun en þó hrifningu en það hljóðaði svo: „Þessi maður hefur fullan rétt til að deyja með reisn og virðingu.11 Annað sýniréttarhaldið var öllu þyngra á metunum og í meðförum. Það var haldið á fjórða degi ráðstefnunnar og hét „The Deep Seebed Mining Case“ og fjallaði um rétt strandþjóðar til nýtingar hafsbotns innan 200 mílna frá landi. Dómarar voru enn 8 talsins, forsetar hæstaréttar Indlands, Filipseyja, Zaire, Thailands, Madagaskar, Sri Lanka og Spánar og hæstaréttardómari frá Irlandi. Málflutningsmenn voru frá Bandaríkjunum, Nígeríu, Filipseyjum og Zwasilandi. Málsástæður og málsmeðferð verður eigi rakin hér. En það segir sig sjálft og sýndi sig reyndar, að meðal þúsunda hinna löglærðu áheyrenda voru skiptar skoðanir, því að dómvörðurinn átti erfitt með að koma í veg fyrir að klappað væri hér og þar, þegar eitthvað þótti rökvíslega og hressilega vel mælt. Málefnið allt væri fróðlegt að rekja fyrir íslenskum lesendum, en eigi er rúm til þess hér að sinni. I mínum augum var það dálítið táknrænt, að landið, sem taldi sig eiga botnréttindin og geta varið þau með fallbyssubátum sínum var nefnt konungsríkið Islandia. I lok ráðstefnunnar lýsti frski hæstaréttardómarinn, Thomas A. Doyle, því yfir f.h. dómsins, að þar ríkti mikill ágreiningur, og endanleg niðurstaða ekki fengin, en yrði send ráðstefnufulltrúum síðar. Allt fór þingið mjög vel fram og móttökur rómaðar meðal gesta. Sumum Vesturlandabúum þótti þó þunnur þrettándi, að áfengi var ekki veitt í opin- berum veislum (og reyndar ekki saklausir gosdrykkir af neinu tagi) heldur úrvals ísvatn í stórum glösum. Fannst mér það til fyrirmyndar og vel við hæfi, því að ströng verkefni voru ávalt framundan. Næsta alþjóðaráðstefna lögfræðinga verður haldin 1979 í einhverri af höfuð- borgum Evrópu, og eru þar efst á baugi Madrid, Róm og Vestur-Berlín. Páll S. Pálsson. 207

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.