Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 18
gildi reglur, sem greindar séu síðar í þessum kafla laganna. Hin fyrsta þeirra er í 3:2 SkL, en þar segir að ríki eða sveitarfélag skuli bæta líkamstjón, tjón á munum eða hreint fjártjón, sem valdið sé af mistök- um eða vanrækslu við beitingu opinbers valds („vid myndighetsutövn- ing“) í starfsemi, sem ríki eða sveitarfélag ber ábyrgð á að fari fram. í 2. mgr. 3:2 SkL segir, að það sem sagt sé um sveitarfélag í 1. mgr. eigi einnig við um nokkra aðra opinbera aðila, sem nánar eru tilgreindir. Eigi er kostur að skýra hugtakið „myndighetsutövning" hér, en um það má vísa til Bertil Bengtsson, Skadestánd vid myndighetsutövning I, Stockholm 1976, einkum bls. 66—79. Skaðabótaskylda eftir 3:2 SkL er aðeins fyrir hendi, ef ríki eða sveitarfélag hefur sniðgengið þær kröfur, sem með sanngirni verða gerðar til athafna þessara aðila með tilliti til eðlis og tilgangs starf- seminnar, sjá 3:3 SkL. (Um 3:3 sjá Bengtsson, bls. 183—188). Hafi sá, sem tj ón hefur beðið vegna mistaka við beitingu opinbers valds, ekki reynt án gildrar ástæðu að fá ákvörðuninni breytt, missir hann rétt til bóta fyrir tjón það, sem hefði mátt koma í veg fyrir með þessu móti, 3:4 SkL. Sérstök regla í 3:5 SkL takmarkar bótaábyrgð ríkis og sveitar- félaga vegna hreins fjártjóns, sem hlýst af röskun á atvinnustarfsemi („intráng i náringsverksamhet"). Slíkt tjón verður aðeins bætt eftir því sem sanngjarnt þykir, þegar litið er til eðlis röskunarinnar og hve lengi hún varir, svo og eðlis mistakanna eða vanrækslunnar og annarra atvika. I 3:6 segir, að skaðabætur skv. 3:1 og 3:2 fyrir tjón á munum megi lækka með tilliti til vátrygginga, sem fyrir hendi séu eða þess hvort kostur var á að kaupa vátryggingu. 1 3:7 og 3:10 SkL er kveðið nánar á um takmarkanir á bótaskyldu hins opinbera skv. 3:2 SkL, þegar skaðabóta er krafist vegna ákvörð- unar þings, ríkisstjórnar, hæstaréttar o. fl. Skaðabótaákvæði 3. kafla SkL gilda ekki um bætur fyrir umferðar- tjón, en um þær fer eftir sérstökum lögum (sjá nú trafikskadelag (1975:1410), 3:8 SkL. Ríki eða sveitarfélag bera ekki skaðabótaábyrgð eftir 3. kafla SkL vegna tjóns af mistökum eða vanrækslu hafnsögumanna eða leiðsögu- manna skipa, 3:9 SkL. 4.5. Ábyrgð launþega Launþegi, sem veldur tjóni af mistökum eða vanrækslu í starfi sínu, er aðeins skaðabótaskyldur, ef sérstakar ástæður („synnerliga skál“) 180

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.