Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 27
sænsku heimildarinnar, að full skaðabótaskylda sé svo þungbær tjón- valdi, að ósanngjarnt megi telja. Lögfræðingar hafa fundið almennri lækkunarheimild það til foráttu, að hún sé andstæð meginhlutverkum skaðabótaréttarins. Hún komi í veg fyrir, að tjónþoli fái fullar bætur, og jafnframt geti hún brotið niður varnaðaráhrif bótareglnanna. Þyngstu rökin gegn heimildinni verður þó að telja þau, að hætt er við, að lögfesting hennar leiði til réttaróvissu og handahófskenndra úrlausna bótamála. Síðargreind rök verða auðsæ, þegar nánar er gætt að, hver atriði það eru, sem dómari skal hafa að leiðarljósi við sann- girnismatið. 1 sænska lagaákvæðinu eru tvo atriði nefnd, þörf tjón- þola fyrir bætur og önnur atvik („övriga omstándigheter“). Þótt þess sé ekki getið í lagatextanum, verður sakarstigið eitt af því, sem áhrif hefur á sanngirnismatið. Sama er að segja um vátryggingar af hálfu beggja aðila. Hafa verður þær í huga, þegar metin er greiðslugeta hins bótaskylda og bótaþörf tjónþola. Hér koma með öðrum orðum til greina flest eða öll þau atriði, sem tilgreind eru í öðrum ákvæðum norsku og sænsku laganna um mildun skaðabótaábyrgðar. Rökin gegn almennri lækkunarheimild geta því einnig átt við hinar sérstöku lækkunarheim- ildir. Því má þó ekki gleyma, að síðargreindar heimildir eru bundnar við afmörkuð svið og hafa því takmörkuð áhrif á skaðabótaréttinn í heild. Almenna lækkunarheimildin, svo að aftur sé vikið að henni, felur í sér svo rúma matsreglu að ókleift er að spá um, hver áhrif hún hefur í sænskum skaðabótarétti. Að vísu er stefnt að því, að heimildin verði einungis notuð í undantekningartilfellum. Einnig eru í álitsgerð- um nefndarinnar, sem regluna samdi, og í lagafrumvarpi nánari ráða- gerðir um, hvernig heimildinni verði beitt. Þrátt fyrir það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig sænskir dómstólar móta þessa nýju vísireglu. Lögfestingu ákvæða um fébótaábyrgð ríkis og sveitarfélaga, þ.e. ábyrgð þessara aðila á aðgerðum starfsmanna í opinberri sýslu, má telja til stórtíðinda. Tvímælis orkar, að Norðmenn skuli hafa valið þá leið að gera engan mun á fébótaábyrgð hins opinbera og einkaaðila. Hins vegar eru norsku reglurnar um þetta svo stuttar og alrnenns efnis að draga verður í efa gagnsemi þeirra. Svíar gera mun á ábyrgð í borgaralegri sýslu annars végar og ábyrgð í opinberri sýslu hins vegar. Sænsku reglurnar um síðarnefnda ábyrgð eru ítarlegri en binar norsku, en þó verða þær naumast taldar annað en beinagrind, sem bíður þess að dómstólar klæði hana holdi. Þrátt fyrir allt verður að álíta, að Is- lendingar væru betur settir en nú, ef til væri í settum lögum almenn grundvallarregla um skaðabótaskyldu opinberra aðila vegna atferlis 189

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.