Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 21
barna, og ólíklegt er, að dómstólar muni telja sér heimilt að beita slíkri lækkun án sérstakrar lagaheimildar. Norðmenn hafa einir norðurlanda- þjóða tekið upp hlutlæga ábyrgð foreldra á saknæmum skaðaverkum barna. 5.3. Ábyrgð geðveikra manna Að íslenskum rétti getamenn, sem eru ósakhæfir vegna afbrigðilegs andlegs ástands, borið skaðabótaábyrgð, þótt skilyrði sakarreglunnar séu eigi fyrir hendi. Þetta byggist á meginreglunni í 8. kap. Mannhelg- isbálks Jónsbókar um óðs manns víg, sbr. Hrd. 1972,191. Islenska reglan um bótaskyldu geðveikra og annarra slíkra manna er því strangari en norsku og sænsku reglurnar, því að í íslenskum lögum er ekki heimild til lækkunar bóta eftir sanngirnismati. 5.4. Ábyigð vegna neyðarréttarathafna SkL hafa hvorki ákvæði um neyðarrétt né neyðarvörn eins og þau norsku. I íslenskum lögum eru engin almenn ákvæði um skaðabóta- skyldu vegna neyðarréttar og dómstólar hafa ekki mótað bótareglur um neyðarrétt. 5.5. Ábyrgð atvinnurekanda Eftir norsku skbl. gildir nákvæmlega sama reglan um ábyrgð vinnuveitanda í einkarekstri og opinberum rekstri og nær reglan bæði til skaðabótaábyrgðar ríkis og sveitarfélaga í borgaralegri og opinberri sýslu. Þessu er á annan veg farið í SkL. Þar er greint á milli annars vegar ábyrgðar einkaatvinnurekanda og ríkis og sveitarfélaga vegna borgaralegrai’ sýslu (3:1 SkL) og hins vegar ábýi’gðar ríkis og sveit- arfélaga í opinberri sýslu (3:2 SkL). Að vísu er munurinn á ábyrgð vinnuveitandans ekki ýkja mikill skv. SkL, því að reglur laganna um ábyrgð á tjóni á mönnum og munum eru í meginatriðum eins, sjá þó t.d. 3:3 og 3:9 SkL. Hins vegar er meiri munur á ábyrgðinni varðandi hreint fjártjón. Þar gilda talsvert ólíkar reglur eftir því, hvort starfs- maður veldur tjóni með aðgerðum á sviði borgaralegrar eða opinberr- ar sýslu, sjá 3:1, 3:2, 3:4, 3:5, 3:7 og 3:10 SkL. Þegar litið er á reglur norsku skbl. og SkL um ábyrgð atvinnu- rekenda, þ.e. einkaaðila og opinberra aðila að því er tekur til borgara- legrar sýslu, má sjá, að þær eru í aðalatriðum eins og hin ólögfesta íslenska régla um atvinnurekandaábyrgð. Hins vegar er erfitt að bera saman íslenskar reglur um bótaábyrgð opinberra aðila vegna mistaka starfsmanna þeirra í opinberri sýslu og reglur norsku og sænsku skaða- 183

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.