Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 31
Eigi hefur tekist að setja samhljóða skaðabótalög á Norðurlönd- um. Þau lög, sem sett hafa verið í þrem landanna, eru ekki einu sinni samhljóða. 1 ýmsu hefur skaðabótaréttur þessara ríkja þó þokast sam- an, t.d. eru sænskar reglur um atvinnurekandaábyrgð nú líkari dönsk- um, norskum og íslenskum rétti en áður. 1 öðrum atriðum hafa norskar og þó sérstaklega sænskar reglur fjarlægst danskan og íslenskan rétt. Má hér nefna almennu lækkunarheimildina og nýju reglurnar um eigin sök tjónþola í sænsku lögunum. Vel má vera, að þetta sé aðeins tíma- bundið ástand og önnur ríki Norðurlanda fari að dæmi Svía. Ymislegt bendir þó til, að svo verði ekki. Æskilegt hefði verið, að öll norður- landaríkin fimm hef'ðu selt samhljóða skaðabótalög. Hér þarf ekki að tína til rök, sem mæla með norrænni réttareiningu á sem flestum svið- um. Hins vegar munu sumir efast um, að norrænni réttareiningu verði náð á sviði skaðabótaréttav, þótt lög ríkjanna fimni væru eins, því að hætt væri við, að dómaframkvæmdin yrði ekki sú sama. Sveigjanlegar og rúmar almennar reglur, eins og lögleiddar hafa verið í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi, bjóða lieim ólíkum skýringarkostum. Má því segja, að erfiðara myndi vera að ná samræmi í dómsúrlausnum á þessu sviði en t.d. á sviði sjóréttar, vegna þess að ákvæði norrænu siglingalaganna eru áþreifanlegri og ákveðnari en almennu skaðabótareglurnar. Einnig koma til greina örðugleikar vegna mismunandi reglna um bætur frá opinberum tryggingum og mismunandi útbreiðslu samningsbundinna vátrygginga og annarra einkavátrygginga. Síðargreindir örðugleikar á samræmi í skaðabótarétti skipta þó minna máli en vandkvæðin í sambandi við bótagrundvöllinn sjálfan. Norsku og sænsku lögin standa illa undir nafninu almenn lög um skaðabætur utan samninga. I þeim eru að vísu margar mikilvægar al- mennar grundvallarreglur. Má þar einkum nefna reglurnar um ábyrgð atvinnurekenda, bæði einkaaðila og opinberra, svo og reglurnar um ákvörðun bóta fyrir líkamstjón. Hins vegar vantar mikið á, að megin- reglur skaðabótaréttar utan samninga hafi verið lögfestar. Lögin ná aðeins til hluta skaðabótaréttarins. Culpareglan er t.d. ekki tekin upp í norsku lögin og í 2:1 SkL segir aðeins, að sá sem valdi tjóni á mönn- um eða munum af ásetningi eða gáleysi skuli bæta tjónið, að svo miklu leyti sem annað leiði ekki af lögum þessum. 1 lögunum eru heldur ekki neinar reglur um hreina hlutlæga ábyrgð. Tvennt verður þó að hafa í huga. í fyrsta lagi eru norsku og sænsku lögin aðeins stofn að almenn- um skaðabótalögum. Stofn, sem ætlunin er að auka við síðar. Og í öðru lagi eru margar af almennum reglum skaðabótaréttarins þess eðlis, að þær verða ekki með góðu móti lögfestar, og sumar reglur má telja 193

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.