Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 42
Ávíð 02 dreif FRÁ DÓMARAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Á aðalfundi félagsins 23. nóvember 1977 voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn þess: Aðalmenn: Már Pétursson héraðsdómari, formaður. Magnús Thoroddsen borgardómari, gjaldkeri. Sigurður Sveinsson borgarfógeti, ritari. Bragi Steinarsson saksóknari. Jón A. Ólafsson sakadómari. Varamenn: Auður Þorbergsdóttir, borgardómari. Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari. Á aðalfundinum var samþykkt svofelld ályktun: „Aðalfundur Dómarafélags Reykjavíkur, haldinn 23. nóvember 1977, beinir því eindregið til Alþingis og ríkisstjórnar, að ekki verði látið staðar numið við þá endurskoðun í dóms- og réttarfarsmálefnum, sem hófst með setningu laga á síðasta ári um breytta meðferð opinberra mála og um rannsóknarlög- reglu ríkisins. Skorar fundurinn í því sambandi á dómsmálaráðherra að halda áfram endurskipulagningu á meðferð dómsmála f landinu. Við nauðsynlega frekari endurskoðun á réttarfarsmálum leggur Dómara- félag Reykjavíkur höfuðáherslu á eftirtalin 3 atriði, sem það telur horfa til aukins réttaröryggis í landinu: 1. Staða dómsvaldsins sem eins þriggja höfuðþátta ríkisvaldsins verði efld. M.a. verði fjárhagslegt sjálfstæði dómsvaldsins tryggt betur en verið hefur. Ennfremur verði séð til þess að dómendur njóti kjara, sem tryggi að þeir geti óskiptir helgað sig starfi sínu og verið óháðir. 2. Athugaðar verði gaumgæfilega tillögur og ábendingar, sem fram hafa komið á síðustu árum frá samtökum dómara og öðrum um greiðari meðferð dómsmála. Verði m.a. stefnt að því að draga úr skriffinnsku við meðferð einfaldari mála. 3. Stefnt verði að frekari aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds. Að lokum fagnar aðalfundurinn ályktun Alþingis frá 29. apríl 1977 um bygg- ingu dómhúss í Reykjavík, sem ætíð hefur verið baráttumál Dómarafélags Reykjavíkur. Skorar fundurinn á ríkisstjórnina að hefjast þegar handa um undirbúning að byggingu slíks húss og heitir liðsinni og samvinnu af hálfu félagsins við framkvæmd málsins." Stjórn félagsins hefur boðað til fundar 8. febrúar á Hótel Loftleiðum um hið nýja frumvarp til gjaldþrotalaga. Verður fundurinn haldinn í samvinnnu við 204

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.