Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 23
1. tl. 2-3 gr.; (2) Tjóns, sem starfsmaður hefur valdið þriðja manni og þriðji maður gengur beint að starfsmanninum, 2. tl. 2-3 gr. og (3) Tjóns, sem starfsmaður hefur valdið á hagsmunum atvinnurekandans sjálfs (t.d. skemmdir á eignum hans eða meiðsli á líkama hans), 3. tl. 2-3 gr. Skilyrðin í norsku lögunum fyrir lækkun bóta eru ekki þau sömu um kröfu atvinnurekanda á hendur starfsmanni og um kröfu þriðja manns á hendur starfsmanni. 1 fyrra tilvikinu er reglan mildari gagnvart tjónvaldi (þ.e. starfsmanni) en í hinu síðara. Reyndar er réglan um kröfu atvinnurekanda á starfsmann orðuð þannig, að það sé undantekning en ekki aðalregla, að atvinnurekandi eigi fulla og ó- skerta kröfu (atvinnurekandi getur krafist greiðslu, að svo miklu leyti, sem sanngjarnt verður talið o.s.frv.). Reglan í 2. tl. 2-3 gr. um beina kröfu tjónþola (þriðja manns) á hendur starfsmanni er orðuð sem heimildarákvæði, og hún er þrengri en reglan um framkröfu atvinnu- rekanda í 1. tl. Skv. 2. tl. er það viðbótarskilyrði fyrir lækkun að telja megi hana réttmæta með tilliti til hagsmuna tjónþola. Telja má, að þessi munur á sænsku og norsku lögunum sé meiri í orði en á borði, en að sjálfsögðu verður ekkert fullyrt um, að í reynd muni verða farið eftir sömu sjónarmiðum í Noregi og Svíþjóð. Ákvæði norsku og sænsku laganna um væga skaðabótaábyrgð starfsmanna eru mun víðtækari en gerist hér á landi. 1 íslenskum rétti er ekki almenn heimild til lækkunar skaðabótakröfu á hendur starfs- manni, sem gerst hefur sekur um mistök eða yfirsjón í sambandi við starf sitt. Þrjár sérstakar lækkunarheimildir um starfsmenn eru í ís- lenskum lögum. þ.e. 49. gr. siglingalaga nr. 66/1963, 2. mgr. 51. gr. sjómannalaga nr. 67/1963 og 136. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir. Lagaheimildir þessar eiga eingöngu við um launþega í tilteknum at- vinnustéttum, þ.e.a.s. sjómenn, flugmenn og menn, er inna af hendi utan loftfars starf, sem mikilvægt er fyrir flugöryggi. Hæstiréttur mun ekki hafa fengið tækifæri til að skera úr um, hvort einhverjum þessara heimilda verði beitt með lögjöfnun um aðrar starfsgreinar. Ólögráða íslenskir launþegar, sem baka sér skaðabótaskyldu vegna starfs síns, geta vitanlega notið góðs af lækkunarheimild 2. mgr. 21. gr. laga nr. 95/1947 um lögræði. Þá geta launþegar notið lagaheimilda um lækkun skaðabóta, þegar tjón hefur orðið á vátryggðum hags- munum, sjá 25. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga og 2. mgr. 73. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Við samanburð á norsku, sænsku og íslensku reglunum sést, að forsendur fyrir mildri bótaábyrgð starfsmanns eru í aðalatriðum þær sömu, þ.e. hliðsjón er höfð af sakarstigi, fjárhæð tjóns, efnahag og 185

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.