Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 24
„öðrum atvikum.“ Meginmunurinn á íslenskum rétti og hinum nýju norrænu reglum er því sá, að hér á landi skortir ákvæði, sem tekur til allra launþéga. 5.8. Lækkun skaðabóta fyrir tjón á líkama o.fl. Svo sem greint er í 3.9. hér að framan er í 3-8 gr. norsku skbl. lækk- unarákvæði, er tekur sérstaklega til ábyrgðar, sem fallið getur á menn, er valdið hafa slysi eða annars konar tjóni, sem ræðir um í 3. kafla lag- anna. Ekkert samsvarandi lækkunarákvæði er til í íslenskum rétti. Þó skal minnt á, að 264. gr. hégningarlaga, sem er aðalheimild íslenskra laga um bætur fyrir líkamstjón og tjón vegna refsiverðra meingerða gegn persónu, friði og ærii, er orðuð sem heimildarákvæði. Geta dóm- stólar því að forminu til tekið tillit til sérstakra sanngirnissjónarmiða við ákvörðun bóta fyrir slíkt tjón. Ekki verður þó séð, að íslenskir dómstólar hafi beitt 264. gr. þannig við mat á miskabótum vegna lík- amstjóns. Má fullyrða, að íslenskir lögfræðingar líti yfirleitt á 264. gr. hegningarlaga sem almennt ákvæði um miskabætur (og bætur fyrir fjártjón vegna dauðaslysa), er dæmdar verði, ef almenn skilyrði skaða- bótaskyldu eru fyrir hendi, án þess að sérstakt sanngirnismat komist að. 5.9. Almenn heimild til lækkunar skaðabóta 1 sænsku skaðabótalögunum, en ekki þeim norsku eða finnsku, er almenn heimild til að lækka skaðabætur eftir sanngirnismati, sjá það sem segir um 6:2 SkL í 4.8. hér að framan. Slík heimild er ekki til í íslenskum rétti. 5.10. Eigin sök tjónþola 1 norsku skbl. eru engin ákvæði um eigin sök tjónþola. Hins vegar eru í sænsku lögunum sérstakar reglur um það atriði. Ákvæði 6:1 SkL um eigin sök þess sem tjón bíður eru í verulegum atriðum frábrugðin íslenskum reglum. Um allar tegundir tjóns gildir sú regla eftir 3. mgr. 6:1 SkL, að við skiptingu ábyrðar skuli ekki einungis taka tillit til sakar beggja aðila heldur einnig til sanngirnissjónarmiða. T.d. má taka tillit til þess, hvort tjónþoli hefur mikla þörf fyrir skaðabætur. Sambærileg laga- regla er ekki til hér á landi. Reglur 1. mgr. 6:1 SkL um skiptingu bótaábyrgðar, þegar tjón hlýst af slysi á mönnum, eru mjög ólíkar gildandi rétti íslenskum. Dánarbætur verða ekki lækkaðar vegna eigin sakar hins látna, nema 186

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.