Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 28
starfsmanna í opinberri sýslu. Sænsku nýmælin um eigin sök tjónþola eru mjög róttæk. Þau munu ekki eiga sér hliðstæðu annars staðar í heiminum. Réglum þess- um var ekki breytt að óathuguðu máli. 1 Svíþjóð hafa á síðustu árum orðið allmiklar umræður um að líta beri mildari augum á eigin sök tjónþola en verið hefur. Bent hefur verið á, að varnaðaráhrif reglnanna um eigin sök séu meira en lítið vafasöm að því er varðar slys á mönn- um. Þá hefur sérstöðu barna sem tjónþola verið gefinn gaumur, eink- um í ljósi rannsókna í barnasálarfræði, er þykja gefa tilefni til að end- urmeta fyrri skoðanir manna á hæfileika barna til að forðast slys, t.d. í umferðinni. Eftir lagabreytinguna kemur sakarskipting almennt ekki til greina vegna dauðaslysa, nema um ásetning hins látna hafi verið að ræða, en að því er varðar önnur slys stórkostlegt gáleysi eða ásetn- ingur tjónþola. Þetta er auðvitað ákaflega mannúðleg regla, þegar ein- göngu er litið á hagsmuni tjónþola. Frá sjónarhóli hins bótaskylda verður aftur á móti ekki sagt, að reglan sé sanngjörn. Til stuðnings henni hefur verið bent á, að sá skaðabótaskvldi sé oftast ábyrðar- trýggður og frá þjóðfélagslegu sjónarmiði sé æskilegra, að vátrygg- ingar greiði sem flest tjón. Þótt fallist væri orðalaust á þau rök, verður ekki gengið fram hjá því, að margir tjónvaldar hafa enga ábyrgðar- tryggingu. Þegar svo stendui' á, gæti hin nýja regla leitt til ósann- gjarnrar niðurstöðu. Til dæmis má nefna, að ótryggður einstaklingur fer óvarlega með ljá og veldur alvarlegu slysi á nærstöddum jafnaldra sínum. Tjónþoli telst hafa sýnt álíka mikið gáleysi og tjónvaldur, og eftir íslenskum reglum myndi sök verða skipt til helminga. Gáleysið telst ekki stórkostlegt, og myndi því tj ónþoli fá fullar bætur eftir sænsk- um rétti. Niðurstaða þessi þætti víst yfirleitt ekki sanngjörn. En sænski löggjafinn hefur sett undir þennan leka með réglunni í 3. mgr. 6:1 SkL um að ekki skuli eingöngu taka tillit til sakar aðila heldur einnig til sanngirnissjónarmiða. Ef ekki er verulegur munur á aðstöðu og högum mannsins með ljáinn og þess, sem fyrir honum varð, bæi'i því að skipta ábyrgð til helminga í þessu dæmi. Þrátt fyrir sanngirnis- matið eftir 3. mgr. verður meginreglan um persónutjón sú, að tjónþoli fær fullar bætur, þótt hann sé meðsekur vegna gáleysis, sem ekki telst stórfellt. Eftir er að vita, hvernig sænskir dómstólar beita þessum nýju reglum. Ef sanngirnissjónarmiðum verður beitt í ríkum mæli, getur orðið erfitt að sjá fyrir úrslit mála. Slík óvissa greiðir ekki fyrir því, að skaðabótamál verði útkljáð með samningum utan réttar. Aðstaða dómara hlýtur og að verða erfið, þegar dæma á mál eftir reglu, sem er svo laus í böndunum. Ákafir gagnrýnendur munu e.t.v. segja, að regl- 190

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.