Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 33
Frá Lögfræðingiifélagi íslands FUNDIR í LÖGFRÆÐINGAFÉLAG! ÍSLANDS Hér á eftir verður getið nokkurra funda í Lögfræðingafélagi íslands, sem ekki hefur áður verið greint frá í Tímariti lögfræðinga. Ættleiðing Þann 19. janúar 1977 var haldinn almennur félagsfundur í Lögbergi, þar sem prófessor Lúðvík Ingvarsson flutti erindi, sem hann nefndi ,,Ættleiðing, á hún rétt á sér í íslensku samfélagi?“ Erindi Lúðvíks varð tilefni nokkurra umræðna með fundarmönnum, en megin niðurstaða hans um efnið var sú, að ættleiðingin ætti ekki rétt á sér. Þátt í þeim umræðum tóku: Garðar Gísla- son borgardómari, Ólöf Pétursdóttir fulltrúi og Ármann Snævarr hæstaréttar- dómari auk frummælandans. Fund þennan sóttu um 40 lögfræðingar. Upplýsingaskylda stjórnvalda Niels Eilschou Holm skrifstofustjóri í lagadeild dómsmálaráðuneytis Dana flutti erindi 30. mars um „almenna upplýsingaskyldu stjórnvalda." Gerði hann grein fyrir dönskum réttarreglum á þessu sviði. Til fundarins var boðið félög- um í Blaðamannafélagi Islands. Við almennar umræður um fundarefnið tóku eftirtaldir fundarmenn til máls: Bragi Sigurðsson blaðamaður og lögfræðingur, Einar Karl Haraldsson blaðamaður, prófessor Sigurður Líndal, Gunnlaugur Þórðarson hrl. og Margrét Bjarnason fréttamaður. Fundurinn var haldinn í Lögbergi og sóttu hann um 30 manns. Rangur framburður Prófessor Jónatan Þórmundsson flutti á fundi 28. apríl erindi um efnið „rangur framburður“. Þátt í almennum umræðum tóku auk frummælandans þeir Gunnlaugur Þórðarson hrl., Hrafn Bragason borgardómari og Már Pétursson héraðsdómari. Fundur þessi var haldinn á sama fundarstað og hinir fyrrnefndu og var sóttur af 56 lögfræðingum og laganemum. Uppboð Hádegisverðarfundur var haldinn á Hótel Sögu 25. maí. Þar flutti prófessor Stefán Már Stefánsson erindi, sem hann nefndi: „Um uppboð. Uppboðsheim- ildir og fleira.“ Um 90 lögfræðingar og laganemar sóttu fundinn. Fyrirspurnir til frummælandans báru fram þeir Hafsteinn Sigurðsson hrl., Ragnar Aðal- steinsson hrl., Sigurður Briem fulltrúi og Leó Löve fulltrúi. 195

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.