Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 38
119 Skattrannsóknarstjóri. Vararíkissaksóknari. 121 Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Yfirsakadómari. Yfirborgardómari. 2. Útkallsvakt. 2.1. Greiðsla fyrir fasta útkallsvakt, sem yfirmaður hefur ákveðið, skal nema 80% af vaktaálagi skv. gr. 1.6.1. í aðalkjarasamningi, nema tekið sé samsvarandi frí í stað greiðslu, sbr. gr. 2.5.2. í aðalkjarasamningi. 2.2. Þar sem um er að ræða tímabundna þörf fyrir bakvaktir lengri eða skemmri hluta ársins er heimilt að semja um fastar mánaðargreiðslur lægri en fyrir fullan bakvaktartíma til þeirra, er verða að sinna útköllum. 3. Viðhaldsmenntun. 3.1. Þeir starfsmenn, sem starfs síns vegna hafa á því sérstaka þörf, skulu eftir föngum eiga kost á að taka þátt í námskeiðum og annars konar menntun til að halda við og auka starfsþekkingu sína, enda séu samn- ingsaðilar um það sammála hverju sinni. 3.2. Nefnd skipuð einum fulltrúa hvors samningsaðila skal fjalla um og gera tillögur um fyrirkomulag og reglur, er þetta varða, og ef samningsaðili óskar þess fjalla og veita umsagnir um menntunarmál einstakra starfs- manna. 3.3. Um ferða- og dvalarkostnað starfsmanna vegna námsferða eða starfs- þjálfunar fjarri föstum vinnustað skv. ákvæðum þessarar greinar, fer eftir almennum reglum 5. kafla aðalkjarasamnings. 4. Yfirvinna embættisdómara. 4.1. Þóknun fyrir yfirvinnu embættisdómara, þ. á m. yfirsakadómara og yfir- borgardómara, skal greidd skv. úrskurði 3 manna nefndar, sem í eiga sæti fulltrúar tilnefndir af dómsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðkomandi dómarafélagi. 5. Fæði og mötuneyti. 5.1. Starfsmenn, sem eru við störf á föstum vinnustað a.m.k. tvær klukku- stundir fyrir matarhlé og aðrar tvær klukkustundir eftir matarhlé, skulu hafa aðgang að matstofu eftir því sem við verður komið, sbr. ákv. 5.2. Matstofa telst sá staður í þessu tilviki, þar sem hægt er að bera fram heitan eða kaldan mat aðfluttan eða eldaðan á staðnum. Á þeim vihnu- stöðum, þar sem ekki er aðstaða til að matast, skal reynt að tryggja starfsmönnum aðgang að nærliggjandi matstofum á vegum ríkisins. Húsakynni skulu vera í samræmi við heiIbrigðisreglugerðir. Ríkið greiði kostnað við rekstur mötuneytis. Starfsmenn greiði hins vegar efnisverð matarins. 5.2. Starfsmenn, sem hafa ekki aðgang að matstofu, en ættu að hafa það samkvæmt 5.1. skulu fá það bætt með fæðispeningum, sem nema laun- um fyrir 0,35 klst. í dagvinnu samkvæmt 101. launaflokki fyrir hvern vinnuskyldudag. Því aðeins skal þó greiða þessa fæðispeninga, að starfsmaður hafi 25 klst. vinnuskyldu á viku, heimili hans sé ekki á vinnu- stað, hann hafi aðeins V2 klst. matarhlé og fái ekki greidda ferðadag- peninga fyrir vinnudaginn. Fæðispeningar skv. þessari grein skulu greið- ast frá 1. janúar 1978. 200

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.