Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 35
Þessu næst taiaði prófessor Arnljótur Björnsson um skaðabótaábyrgð á vinnuslysum, sem hljótast af athöfnum sjálfstæðra verktaka eða af bilun eða galla í tæki. Fyrst vék hann almennt að ábyrgð á sjálfstæðum verktökum og öðrum sjálfstæðum framkvæmdaraðilum, síðan að hlutlægri ábyrgð á tjóni vegna bilunar eða galla tækis og loks að spurningunni um, hvort vinnuveit- andi geti í öðrum tilvikum borið hlutlæga ábyrgð gagnvart starfsmanni sínum á vinnuslysi af völdum sakar þriðja manns. Um þessi tvö síðastnefndu erindi var rætt í einu lagi og tóku til máls: Örn Clausen hrl., Ragnar Aðalsteinsson hrl., Hrafn Bragason borgardómari, Páll S. Pálsson hrl., Már Pétursson héraðsdómari, Jónas Haraldsson hdl. og Jón Steinar Gunnlaugsson dósent. Nú var gert kaffihlé, en að því loknu flutti Páll Sigurðsson dósent síðasta erindið á þinginu um tjón vegna skaðlegra eiginleika söluvöru. Ræddi hann m.a. um orsakir og eðli slíkra tjóna, um hverjir væru mögulegir tjónþolar og bótakrefjendur, hverjir hugsanlega gætu borið bótaábyrgð, bótagrundvöllinn og fleiri atriði. Við almennar umræður um erindi Páls töluðu: Ragnar Aðalsteinsson hrl., prófessor Stefán Már Stefánsson, prófessor Arnljótur Björnsson, Örn Clausen hrl., Páll S. Pálsson hrl., Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari, Logi Guðbrandsson hrl. og Björn Þ. Guðmundsson borgardómari. Hinum formlegri þætti málþingsins var lokið um kl. 18, en flestir þingmanna, sem voru fjölmargir, dvöldu nokkru lengur og þágu veitingar. Örorkumöt Á fundi 8. nóvember, sem haldinn var í Lögbergi, fjallaði Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur um efnið „Ákvörðun vinnutekjutaps, örorkumöt." Við almennar umræður tóku til máls Jónas Hallgrímsson læknir, prófessor Arnljótur Björnsson, Már Pétursson héraðsdómari og Jón Guðgeirsson læknir auk nokkurra fundarmanna, sem báru fram fyrirspurnir til frummælandans úr sætum sínum. Fundurinn var fjölsóttur. Aðalfundur 1977 Aðalfundur var haldinn 16. desember í Lögbergi, og var prófessor Jónatan Þórmundsson fundarstjóri. Á fundinum flutti Jóhannes L. L. Helgason for- maður félagsins skýrslu stjórnarinnar, og gjaldkerinn Kristjana Jónsdóttir lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins, sem samþykktir voru í einu hljóði. í trúnaðarstöður voru eftirtaldir kjörnir: Formaður: Jóhannes L. L. Helga- son hrl. Varaformaður: Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins. Aðrir í stjórn: Garðar Gíslason borgardómari, Kristjana Jónsdóttir fulltrúi yfirborgardómara, Brynjólfur Kjartansson hdl., Gunnlaugur Claessen deildar- stjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson dósent. Varastjórn: Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari, Magnús Thoroddsen borgardómari, Hjalti Zóphóníasson fulltrúi, Hjördís Hákonardóttir fulltrúi, prófessor Stefán Már Stefánsson og prófessor Jónatan Þórmundsson. Fulltrúaráð BHM: Hallvarður Einvarðsson, Jón Thors deildarstjóri og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Varamenn í fulltrúaráð BHM: Jóna- tan Þórmundsson, Þorleifur Pálsson deildarstjóri og Bjarni K. Bjarnason borg- ardómari. Endurskoðendur: Ragnar Ólafsson hrl. og Árni Björnsson hdl. Vara- endurskoðendur: Sigurður Baldursson hrl. og Helgi V. Jónsson hrl. 197

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.