Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 14
vinnurekanda nái ekki til tjóns, sem rakið verður til þess, að starfs- maðurinn gengur lengra en með sanngirni má gera ráð fyrir eftir teg- und rekstursins eða athafnasviðsins og eðli starfsins eða erindisins. í 3. tl. 2-1 gr. laganna er hugtakið starfsmaður skýrt svo, að það sé hver sá, sem vinni verk eða inni af hendi erindi í þágu atvinnurek- andans. Þá ségir, að starfsmenn teljist einnig kjörnir trúnaðarmenn í stjórnsýslu („ombudsmann i offentlig virksomhet"), menn í herþjón- ustu og aðrir, sem skyldir eru til að gegna þjónustu í þágu hins opin- bera, svo og vistmenn, sjúklingar o.þ.h., sem taka þátt í störfum í dval- arstofnunum fangelsisstjórnarinnar, heilbrigðisstofnunum o.þ.u.l. 3.7. Lækkun skaðabóta, sem atvinnurekanda ber að greiða 1 1. tl. 2-2 gr. laganna, segir, að skaðabótaábyrgð skv. 2-1 gr. megi milda, ef ábyrgðin yrði svo þungbær, að ósanngjarnt mætti telja. Sama er, þegar talið verður sanngjarnt, að tjónþoli beri tjónið að öllu eða nokkru leyti, þá er litið sé til, hve mikið tjónið varð, vátrygginga, þess hvort kostur var að kaupa vátryggingu og annarra atvika. Annar tl. 2-2 gr. segir, að ábyrgðina megi einnig milda ef tjónið stafar af ákvörðun stjórnvalds og tjónþoli hefur án gildrar ástæðu ekki reynt að fá ákvörðuninni breytt. Einnig er heimilt að milda ábyrgð, er atvinnurekandi ber samkvæmt culpareglunni, 3. tl. 2-2 gr. 3.8. Lækkun skaðabóta frá starfsmanni (Iaunþega) 1. tl. 2-3 gr. laganna mælir svo fyrir, að sá, sem orðið hefur bóta- skyldur vegna starfsmanns skv. 2-1 gr., geti krafist greiðslu úr hendi hans, að svo miklu leyti, sem sanngjarnt verður talið, þá er litið sé til hinnar skaðvænu hegðunar („utvist adferd“), efnahags, stöðu starfs- mannsins og annarra atvika. Þá segir í 3. tl. sömu greinar, að regla 1 tl. gildi einnig, ef atvinnu- rekandi gerir skaðabótakröfu á starfsmann, sem valdið hefur honum tjóni við starf í þágu hans. 1 2. tl. segir, að ábyrgð starfsmanns gagnvart tjónþola megi milda, er sanngjarnt þyki af ástæðum, sem taldar eru í 1. tl. og telja verði það réttmætt gagnvart tjónþola. Starfsmaður, er sjálfur greiðir tjón, getur skv. niðurlagsákvæði 2. tl. 2-3 gr. krafið atvinnurekandann um það, sem honum er skylt að bera eftir 1. tl. 1 lögunum ségir ekki beint, eftir hvaða skaðabótareglu fara skuli um ábyrgð starfsmanns, sem tjóni veldur í starfi. Hins vegai’ fer ekki á milli mála, að löggjafinn hefur lagt til grundvallar, að ábyrgð starfs- manns byggist á sakarreglunni. 176

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.