Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 12
formanns Alþýðuflokksins hafi eftir þingkosningar 25. og 26. október 1959 ákveðið að segja ekki af sér þegar í stað, er vitað var um úrslit kosninganna, heldur bíða þess, að ný ríkisstjórn yrði mynduð. Baðst stjórnin lausnar á ríkisráðsfundi 19. nóvember 1959, en á fundi í ríkis- ráðinu 20. nóvember 1959 var fimmta ráðuneyti Ólafs Thors, viðreisn- arstjórnin, myndað. Forseti getur einnig sett Alþingi ákveðinn frest til að mynda þing- ræðisstjórn. 1 ræðu, sem Sveinn Björnsson forseti flutti við setningu Alþingis 14. nóvember 1949, sagði hann m.a. (Alþt. 1949, B 7—9) : „Br fráfarandi ráðuneyti fékk lausn 2. nóvember, bar ég fram þá ósk, að flýtt yrði sem mest myndun nýs ráðuneytis, þegar Alþingi kæmi saman til funda. Sömu ósk bar ég fram við formenn allra þing- flokkanna fjögurra, er ég átti tal við þá um viðhorfið daginn eftir, 3. nóvember. Skildist mér á þeim öllum, að þeir væru mér sammála um, að þetta væri mjög æskilegt, og tóku því vel að hefja þá þegar þann undirbúning undir stjórnarmyndun sem kleift væri. Nú er Alþingi er komið saman til funda, ber ég fram sömu óskina ennþá einu sinni.“ Síðan vitnar forseti til 15. gr. stjórnarskrárinnar og fer orðum um þingræðisvenjuna. Hann átelur, hve langan tíma stjórnarmyndanir hafi tekið hér á landi. Þingstörf sitji á hakanum, þar til fenginn sé nægur stuðningur við nýtt ráðuneyti. Hann spyi', hvað skuli gera, ef ekki takist að mynda stjórn, sem hefur tryggan stuðning meirihluta Alþingis, án of mikils dráttar. Og hann svarar spurningunni sjálfur með þessum orðum: ,,Ég skil stjórnarskrá vora svo, að er mikið liggur við — og það liggur mikið við nú —, þá sé það bæði réttur og skylda forseta að reyna að skipa ráðuneyti, innan þings eða utan, þó að það hafi ekki fyrirfram tryggðan meirihluta þings, ef slíkur stuðningur fæst ekki. Alþingi getur lýst vantrausti á slíku ráðuneyti, en verður þá um leið að sjá fyrir öðru ráðuneyti, sem því líkar betur. Löggjöf um aðsteðj- andi vandamál og aðrar ráðstafanir þola ekki þá bið, sem leiðir af því, að óeðlilega lengi starfi ráðuneyti, sem fengið hefur lausn vegna þess, að það telur sér ekki fært að fara lengur með stjórn eða telur sig ekki njóta lengur trausts meirihluta þings. Því er ekki hægt fyrir Alþingi að ætla sér óákveðinn frest í von um, að viðhorfið breytist." 1 lok máls síns segir forseti: „í samræmi við það, sem ég hef sagt, tel ég rétt að skýra hinu háa Alþingi frá því á þessum fyrsta fundi þess, að ef svo skyldi fara, mót von minni, að ekki hafi tekist að trýggja nýju ráðuneyti nægan stuðning fyrir 30. þ.m., þó helst fyrr, mun ég 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.