Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 25
Thors lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt fyrir forseta utan ríkis- ráðsfundar. Gerðist það kl. 10 árdegis, en kl. 18.00 samdægurs var efnt til ríkisráðsfundar, þar sem forseti endurstaðfesti lausnarbeiðnina. 1 lok ríkisráðsfundarins var síðan borin upp tillaga um þingrof og al- mennar kosningar til Alþingis. Um leið og forseti samþykkti tillöguna mælti hann á þessa leið: „Ég felst á tillögu starfandi forsætisráðherra, Ólafs Thors, um að Alþingi verði rofið frá 24. júní n.k. að telja, og óska jafnframt bókað, að ég hef fullvissað mig um í viðtölum við for- menn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, að meirihluta Alþingis er tillögunni samþykkur.“ 1 yfirlýsingu forsæt- isráðherra af þessu tilefni á Alþingi kemur fram, að forseti hafði átt viðræður við formenn allra þingflokka. 28. mars 1956 var gefið út forsetabréf um þinglausnir. 24. júlí 1974 var gefið út forsetabréf um að forseti hafi ákveðið samkvæmt 37. grein stjórnarskrárinnar, að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum mánudaginn 28. júlí 1974, þ.e. vegna 1100 ára afmælis Islandsbyggðar. f) Samningar við önnur ríki. Starfsstjórnir hafa staðið að margvíslegum samskiptum við önnur ríki. Hér verður drepið á nokkur dæmi um formlega gjörninga án þess að víst sé að um tæmandi talningu sé að ræða: 12. október 1944 var samkomulag gert við Bretland um afhendingu Reykjavíkurflugvallar til íslendinga. 9. desember 1946 var birt auglýsing um, að ísland hafi gengið að sáttmála hinna Sameinuðu þjóða. Sagt er, að samkvæmt heimild í ályktun Alþingis frá 25. júlí 1946 hafi Island 19. nóvember 1946 (þ.e. á tíma starfsstjórnarinnar) gengið að sáttmálanum. 12. nóvember 1949 var birt auglýsing um viðskiptasamning milli íslands og Frakklands á grundvelli samningsviðræðna, sem fram höfðu farið í París. Gildistími samningsins var frá 5. október 1949 til 30. september 1950. 18. nóvember 1949 var undirritaður viðskiptasamningur við Pólland. 29. nóvember 1949 var samkomulag gert við ríkisstjórn Hollands um afnám vegabréfsáritana fyrir íslenska ríkisborgara, sem ferðast vilja til Hollands, og gagnkvæmt, enda verði ekki um lengri en 3 mán- aða dvöl að ræða. 10. mars 1950 var birt auglýsing um þátttöku íslands í Evrópuráð- inu. Vísað er til þess, að Alþingi hafi 7. febrúar 1950 samþykkt þings- ályktun um aðild fslands að ráðinu (en hún var flutt af starfsstjórn, 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.