Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 36
Áður er því lýst, að 27. mars 1956 hafi lausnarbeiðni ráðuneytis Ólafs Thors verið samþykkt utan ríkisráðsfundar og síðan borin upp samdægurs til endurstaðfestingar í ríkisráðinu, um leið og þing var rofið og boðað til nýrra kosninga. Af þessu tilefni gaf forsætisráð- herra yfirlýsingu á Alþingi (Alþt. 1955 B 1405). Þar segir ráðherrann, að hann hafi kl. 10 árdegis gengið á fund forseta og lagt fyrir hann lausnarbeiðnina. Síðan segir hann: „Forseti samþykkti lausnarbeiðnina síðdegis í dag og mæltist jafnframt til þess, að ríkisstjórnin starfaði áfram fram yfir kosningar og féllst ríkisstjórnin á það.“ Engin at- hugasemd er gerð við yfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi. Ekki er nauðsynlegt að efna til ríkisráðsfundar, þegar ríkisstjórn er veitt lausn. Augljóst er þó, m.a. með hliðsjón af því, sem gerðist 10. októ- ber 1946, að efna ber til ríkisráðsfundar hið allra fyrsta til að ráð- herrar geti látið álit sitt í ljós við forseta með formlegum hætti. Sam- kvæmt tilskipuninni um starfsreglur ríkisráðsins nr. 82 1943 kveður forseti ráðið til fundar eftir tillögu forsætisráðherra, og forseti getur einnig kvatt ráðið til fundar án þess að fyrir liggi tillaga frá forsætis- ráðherra, ef hann telur það óhjákvæmilega nauðsyn. Aðrir ráðherrar en forsætisráðherra geta ekki átt frumkvæði að því, að ríkisráðið sé kallað saman samkvæmt tilskipuninni. 1 lögum nr. 73 1969 um Stjórn- arráð Islands segir í 2. gr., að málefni, sem bera á upp fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar, skuli áður tekin til meðferðar á ráðherra- fundi. 1 þessu felst trygging fyrir því, að lausnarbeiðni verður ekki bor- in upp fyrir forseta án þess að öllum ráðherrum sé kunnugt um hana. Samkvæmt eðli máls er tillaga um stjórnarmyndun að öðru jöfnu ekki til umfjöllunar í ríkisstjórn, áður en hún er lögð fyrir forseta. Þær venj- ur hafa skapast um störf ríkisráðsins, að langflest mál eru nú borin þar upp til endurstaðfestingar. Nýja ríkisstjórn er unnt að mynda, án þess að efnt sé til ríkisráðsfundar. Verði tilskipunin um ríkisráð tekin til endurskoðunar, virðist rétt, að í hana séu sett ákvæði sem mæli fyrir um, að ríkisstjórn verði hvorki veitt lausn né skipuð nema á fundi í ríkisráðinu. Því hefur áður verið lýst, hvernig forseti getur sett Alþingi frest til að mynda þingræðisstjórn. 1 ræðu Sveins Björnssonar forseta 14. nóvember 1949, sem til var vitnað, kemur glöggt fram, hvað þetta mundi þýða í raun. Forseta og Alþingi er skylt að vinna að því að mynda þingræðisstjórn, þegar ríkisstjórn hefur beðist lausnar. Áður er þeirri skoðun lýst, að starfsstjórn geti knúið á forseta um að mynd- uð verði ný ríkisstjórn, þingræðisstjórn eða utanþingsstjórn. Það væri óeðlilegt og ekki í samræmi við íslenskar venjur og viðhorf ef forseti 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.