Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 34
en raunverulega er ætlast til, að Alþingi ráði henni, því að annars verður ekki talið, að stjórn sé þingbundin. Það er mjög undir mati komið, hversu mikil skipti forseti eigi að hafa af stjórnarmyndun skv. þingræðisreglum, og mundi athugun á því til sæmilegrar hlítar verða of viðamikil fyrir þessa ritsmíð. Enda er það, hvað sem þessu líður, óhagganlegt, að forseti hefur formlega heimild til að skipa hverja þá ríkisstjórn, sem hann vill og löghæfir menn fást til að taka sæti í og þar með bera ábyrgð á.“ Sú spurning vaknar, hvort ráðherrum sé skylt að verða við tilmæl- um forseta um að sitja áfram og sinna embættisskyldum sínum í starfsstjórn. Tekið er undir þá skoðun, sem Ólafur Jóhannesson setur fram í riti sínu Stjórnskipun Islands, að telja verði, að ráðuneyti sé skylt að verða við tilmælum forseta og starfa um sinn. Forseti verður að fá ráðrúm til að fela nýjum aðila stjórnarmyndun. Eðli málsins samkvæmt felst það í embættisskyldum ráðherra, að þeir geta ekki fyrirvaralaust yfirgefið störf sín. Um hitt er meiri vafi, hve lengi stjórn er skylt að sitja, eftir að hún hefur beðist lausnar. Hún á rétt- mæta kröfu á hendur forseta, um að hann beiti sér fyrir því, að mynd- un nýrrar stjórnar sé hraðað, og getur knúið á um það með því að láta í ljós óþolinmæði sína. I gjörðabók ríkisráðsins má lesa, að aðeins við afsögn annars ráðuneytis ólafs Thors, nýsköpunarstjórnarinnar, 10. október 1946, hafi ráðherrar lýst því yfir, að þeir færu að tilmæl- um forseta með því skilyrði, að stjórnarskipti drægjust ekki allt of lengi, eins og það er orðað. En einmitt sú stjórn hefur setið einna lengst sem starfsstjórn, eða tæpa fjóra mánuði. Ekki er unnt að setja fram neina reglu um það hve langan tíma seta „um sinn“ skuli spanna, og er hún í raun mótuð af öðru en dagafjölda. Allar starfsstjórnir, nema ein, sem setið hafa hér á landi síðan 1944, hafa látið af störfum án þess að kosningar væru fyrirsjáanlegar. Strax sama dag og fjórða ráðuneyti Ólafs Thors sagði af sér 27. mars 1956 var þing rofið og boðað til kosninga 24. júní. Því má velta fyrir sér, hvort sú starfsstjórn hafi sérstöðu að því leyti, að ekki hafi hvílt eins rík skylda á ráðherrum í henni að fara að tilmælum forseta um að sitja áfram. Augljóst hafi verið, að ríkisstjórnin yrði að sitja í a.m.k. þrjá mánuði við þröng starfsskilyrði, ráðherrum hafi verið óþægilegur stakkur sniðinn og stjórnarandstöðunni gert erfitt um vik. Þess vegna má orða, að forseti hefði átt að skipa embættismanna- stjórn til að stjórna fram yfir kosningar. Niðurstaða þessara vanga- veltna ræðst af öðru en lögfræðilegu mati, en á þetta er minnst hér til þess að beina athýglinni að þeim matsatriðum, sem geta risið. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.