Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 24
synlegt til þess að hægt væri að stunda þennan atvinnurekstur að heimila framleiðslusjóði með lögum að hlaupa undir bagga í þessari atvinnugrein á sama hátt og gert væri um aðrar útflutningsvörur. Sjávarútvegsráðherra hinnar nýju stjórnar flutti framsögu fyrir mál- inu á þingi. f ræðu ráðherrans kom fram, að fleiri breytingar hefðu verið gerðar með brbl. á lögunum um framleiðslusjóð og kæmu þær síðar til umræðu í þinginu. Var frv. síðan afgreitt samhljóða og um- ræðulaust til nefndar, en kom aldrei þaðan og vai’ð því ekki útrætt. Starfsstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem sat frá 27. júní til 1. septem- ber 1978, stóð að einum bráðabirgðalögum, sem gefin voru út að tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 30. júní 1978, um breyting á lögum nr. 67 1971 um almannatryggingar, sbr. lög nr. 96 1971, nr. 112 1972, nr. 62 1974, nr. 13 1975, nr. 36 1976 og nr. 68 1977. Lögin eru um upphæð tekj utryggingar og sett í samræmi við ákvörðun ríkisstjórn- arinnar til þess að greiða fyrir samkomulagi um lífeyrismál sem heild- arlausn í þeim kjarasamningum, sem undirritaðir voru þann 22. júní 1977, þannig að sú hækkun lífeyrisgreiðslna, sem leiðir af því sam- komulagi, valdi yfirleitt ekki lækkun tekjutryggingargreiðslna frá al- mannatryggingum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nýju stjórn- arinnar lagði frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögunum fram á Alþingi. e) Forsetaúrskurðir. Eftir því sem séð verður, hafa verið gefin út 6 forsetabréf í tíð starfsstjórna frá 1944. Þá hefur reglugerð Háskóla Islands verið breytt í tíð starfsstjórna, en til þess þarf samþykki forseta. Forsetabréfin eru þessi: 21. september 1944 um breyting á ríkisstjóraúrskurði 16. desember 1942 um skipan og skipting starfa ráðherra o.fl., þ.e. vegna lausnar- beiðni Einars Arnórssonar. 8. nóvember 1949 var gefið út forsetabréf um að reglulegt Alþingi 1949 skuli koma saman til funda 14. nóv. 1949. Forsetabréfið var gefið út á grundvelli brbl., sem sett voru 16. ágúst, þar sem mælt var fyrir um það, að Alþingi skyldi í síðasta lagi koma saman 14. nóvember 1949. 29. nóvember 1949 var gefið út forsetabréf um breyting á forseta- bréfi frá 11. júlí 1944 um hina íslensku fálkaorðu, þar sem heimilað er að veita þjóðhöfðingjum annarra ríkja keðju ásamt stórkrossstjörnu fálkaorðunnar. 27. mars 1956 var gefið út forsetabréf um þingrof og almennar kosn- ingar til Alþingis 24. júní 1956. Eins og áður er getið, lagði Ólafur 18

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.