Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 23
stjórnarsamstarfið og beðist lausnar strax áður en þing kom saman. Því hafi hér verið „aðeins bráðabirgðastjórn“ við völd um það bil er þingið kom saman. Afgreiðsla fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1950 dróst fram yfir allan starfstíma minnihlutastjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem baðst lausnar 2. mars 1950, og sat sem starfsstjórn til 14. mars 1950, en fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið var ekki fram haldið fyrr en 2. maí 1950 og það ekki samþykkt fyrr en 12. maí 1950. I tíð starfsstjórna hefur sem ságt aldrei verið gengið frá afgreiðslu fjárlagafrumvarps. Hafa stjórnarkreppur tafið mjög afgreiðslu fjár- laga, eins og að framan greinir. Fjárlög 1959 voru t.d. ekki afgreidd fyrr en 29. apríl 1959 vegna stjórnarskiptanna, sem urðu 23. desem- ber 1958, en frumvarp til fjárlaga var lagt fram á fyrsta fundi í sam- einuðu þingi 13. október 1958 og fyrsta umræða fór fram 20. október, en varð ekki lokið fyrr en 20. apríl 1959. d) Bráðabirgðalög. Eins og sést af yfirlitinu yfir lagafrumvörp, lagði starfsstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar fram á Alþingi haustið 1949 bráða- birgðalög sín til staðfestingar. Hvílir skyldan til þess að leggja fram bráðabirgðalög á Alþingi að sjálfsögðu jafnt á starfsstjórn sem skip- aðri ríkisstjórn. Starfsstjórnir hafa talið sér heimilt að gefa út bráða- birgðalög á grundvelli 28. gr. stjórnarskrárinnar. Starfsstjórn Ólafs Thors, sem sat frá 27. mars 1956 til 24. júlí 1956, stóð að þremur bráðabirgðalögum, þessum: 26. maí 1956 brbl. um breyt- ing á lögum um kosningar til Alþingis nr. 80 7. september 1942, þ.e. um frestun á utankjörfundaratkvæðagreiðslu við alþingiskosningar 24. júní 1956 vegna ágreinings um gildi framlagðra landslista. Voru lögin samþykkt af þinginu, umræður urðu engar, en framsögumenn allsherj- arnefnda beggja deilda lögðu til við 2. umr. í deildum, að lögin yrðu samþykkt. — 18. júní 1956 brbl. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán til togarakaupa fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Brbl. voru útgefin vegna þess, að BÚR skorti ríkisábyrgð vegna láns til smíði á nýjum togara í stað b.v. Jóns Baldvinssonar, er fórst 1955. Voru lögin samþykkt samhljóða á Alþingi. Fjármálaráðherra gerði um þau tillögu, en hann var sá sami í starfsstjórninni og þeirri ríkisstjórn, sem tók við af henni, og var flutningsmaður laganna á þingi. — 21. júní 1956 brbl. um breyting á lögum nr. 4 31. janúar 1956 um framleiðslu- sjóð. Lögin voru gefin út að tillögu forsætisráðherra sökum aukins framleiðslukostnaðar við veiði, verkun og vinnslu síldar. Var sagt nauð- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.