Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 45
að hlutur launa í þjóðartekjum hefur vaxið mun hægar hér en á hinum Norð- urlöndunum. Öll erindin, er flutt voru á ráðstefnunni, verða birt í bæklingi, sem væntan- lega kemur út í febrúar. ORLOFSHÚS BHM Níu hús hafa nú verið reist á orlofslandi Bandalags háskólamanna að Brekku í Biskupstungum. Sex húsanna eru í eigu Bandalags háskólamanna, en 3 í eigu aðildarfélaga BHM, þar af á Lögmannafélags íslands eitt hús. Gert er ráð fyrir, að á svæðinu verði samtals 15 hús. Mjög góð nýting var á húsunum s.l. sumar. Þau hafa einnig verið svo til fullnýtt um helgar í haust, og verða húsin leigð út í allan vetur, eftir því sem eftirspurn leyfir. Umsóknir um dvöl í orlofshúsum BHM næsta sumar þurfa að berast skrif- stofu BHM fyrir 15. febrúar n.k. ENDURSKOÐUN AÐALKJARASAMNINGS Á fundi launamálaráðs ríkisstarfsmanna í BHM, sem haldinn var 13. des- ember s.l., var samþykkt að krefjast endurskoðunar á launalið núgildandi aðalkjarasamnings BHM og fjármálaráðherra. Samþykkt var að krefjast fullra verðbóta á öll laun frá 1. september s.l., þó þannig, að tekið sé tillit til niðurgreiðslna í september og desember. Ekki er fallist á skerðingu verðbóta vegna félagslegra umbóta (3%) og skatta- lækkunar (2%). Þá felur krafan einnig í sér afnám vísitöluþaksins. Með bráðabirgðalögum um kjaramál frá 8. september 1978 voru fyrri lög um skerðingu vísitölubóta felld úr gildi, og vísitöluákvæði kjarasamninga tóku því gildi að nýju. Frá þessu var þó sú undantekning, að frá 1. september skyldi hámark verðbóta vera hið sama í krónutölu og verðbætur á laun, sem voru kr. 200.000 fyrir fulla dagvinnu í desember 1977. Engin reglugerð hefur verið sett um, hvað telja eigi laun fyrir fulla dagvinnu, og engin tilraun verið gerð til að skilgreina dagvinnulaun, heldur hefur aðeins verið miðað við grunn- laun skv. kauptöxtum. Þeir sem hafa allskonar álög ofan á þessa kauptaxta, eins og mjög tíðkast t.d. hjá iðnaðarmönnum, fá því fullar verðbætur, þótt raunveruleg dagvinnulaun þeirra séu verulega hærri en þau hámarkslaun, sem fá eiga fullar verðbætur skv. lögunum. Sama gildir um ákvæðisvinnu- taxta, en þeir eru reiknaðir út frá grunntöxtum, sem fá fullar verðbætur, og er talið, að nær allir félagsmenn ASl búi við óskertar verðbætur. Lögunum er því í raun aðeins framfylgt gagnvart þeim, sem samkvæmt launataxta hafa laun yfir ákveðnu hámarki, og veldur þetta óþolandi mismunun milli manna, sem við gildistöku laganna höfðu sömu eða svipuð laun. Þá var vísitöluþakinu aflétt hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar, og hafa flest bæjarfélög farið að dæmi Reykjavíkurborgar og greiða fullar verðbætur. 39

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.