Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 22
jafnframt haldið áfram afgreiðslu á hinum ýmsu greinum frumvarps- ins.“ Helgi Jónasson gerði athugasemd við ræðu Gísla og sagði m.a. (Alþt. 1946, B 390): „Framsögumaður fjárveitinganefndar gat þess, að það væri út af því, hvernig ástatt væri í stjórnmálunum, og því, að engin stjórn var til til þess að taka við lögunum, hve seint þau eru á ferð- inni. Þetta er ekki alls kostar rétt. Það er fleira, sem kemur til greina. Ef afkoman væri eins glæsileg og framsögumaður gat um í sinni ræðu í dag, held ég, að enginn vandi væri að ganga frá fjárlögunum . . .” Pétur Ottesen þingmaður Borgfirðinga vék einnig að ummælum Gísla Jónssonar í ræðu og sagði m.a. (Alþt. 1946, B 393): „En það voru vissulega fleiri sem vildu, að takast hefði mátt að afgreiða þessi fjárlög eins og gert er ráð fyrir í stjómarskránni, þannig að hægt væri að hefja greiðslu samkvæmt þeim strax um nýár. Háttvirtur framsögu- maður stóð vissulega ekki einn um þessa afstöðu. En hvað var hér að gera, hvernig átti að ganga frá fjárlögum áður en stjórnarkreppan var leyst? Ég sé ekki, að þess hafi verið neinn kostur og þess vegna varð að taka afleiðingunum af því, hve langan tíma það tók að koma á starfhæfri ríkisstjórn á Alþingi." Gísli Jónsson svaraði (Alþt. 1946 B 399) : „ . .. Ég tel að þingflokk- arnir verði að bera ábyi'gð á gerðum Alþingis og þá ekki hvað síst fjárlögunum, og ég skil ekki, að þingmaður Borgfirðinga láti það nokkru ráða um sitt atkvæði í svona málum, hvaða ríkisstjórn situr. Ríkisstjórn er aðeins fi'amkvæmdavald, og það er vilji meiri hluta Alþingis, sem hún á að framkvæma. Það má líka benda á það, að hér voru afgreidd fjárlög eins og venjulega þegar utanþingsstjórn var við völd ...“ Fiárlögin voru ekki samþykkt fyrr en 27. apríl 1947. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1950 var útbýtt af starfsstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 29. nóvember 1949, en þing kom saman 14. nóv- ember. Fyrsta umræða um það fór ekki fram fyrr en 20. desember 1949, og var þá kominn nýr fjármálaráðherra í minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins. Fjárveitinganefnd byrjaði ekki að athuga málið, fyrr en að lokinni fyrstu umræðu. í umræðum kemur fram hjá Helga Jónas- syni, að hann telji það eðlilegt, að fyrrverandi fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í þingbyrjun og fylgdi því úr hlaði (Alþt. 1949 B 720). Björn Ólafsson fjármálaráðherra sagðist geta tekið undir um- mæli Helga um, að fjárlagafrumvarpið hefði átt að leggja fram þegar í upphafi þings. En sérstaklega hafi staðið á, er þing kom saman, því verði ekki neitað. Ráðherrar Framsóknarflokksins hefðu rofið 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.