Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 40
í stefnuræðu sinni á Alþingi 19. október 1978 sagði Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, m.a. (Alþt. 1978, Umr. 1. h. 51) : „Þegar ríkis- stjórnin var mynduð, blasti við fjölþættur vandi í efnahags- og atvinnumálum, sem dregist hafði að leysa, þar sem hér sat stjórn sem hafði sagt af sér og gat aðeins sinnt nauðsynlegum afgreiðslu- störfum, en ekki markað pólitíska stefnu." Og í ræðu á Alþingi 25. október 1978 sagði forsætisráðherra m.a. (Alþt. 1978 Umr. 2. h. 167) : „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð um mánaðamótin ág.—sept., nákvæmlega sagt 1. sept. s.l. blasti við fjölþættur vandi í efnahags- og atvinnumálum sem dregist hafði að leysa þar sem hér sat ríkis- stjórn sem þegar hafði sagt af sér og aðeins gat eðli málsins sam- kvæmt sinnt nauðsynlegum afgreiðslustörfum, en ekki markað póli- tíska stefnu. Slík krafa verður vart gerð til þeirrar stjórnar, sem sagt hefur af sér og situr aðeins að beiðni forseta sem „starfsstjórn", eins og það er kallað.“ 1 þessum orðum er dregin markalína milli „nauðsynlegra afgreiðslu- starfa“ og pólitískrar stefnumörkunar. Hugtakið „nauðsynleg af- greiðslustörf“ er mjög víðtækt eins og að framan hefur verið lýst. Pólitísk stefnumörkun ræðst af öðru en lögfræðilegum álitaefnum. Til dæmis um það, 'nve óljós markalínan er, má nefna, að starfsstjórn- in, sem sat sumarið 1978, taldi sér fært að gefa út bráðabirgðalög um aukin útgjöld ríkissjóðs vegna almannatrygginga án samráðs við stjórnarandstöðu. IJins vegar var leitað álits hjá öllum þingflokkum á því, hvort ríkissjóður ætti að taka á sig fjárhagslega ábyfg'ð vegna greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins. Ekki verður talið, að þetta samráð við stjórnarandstöðuna hafi verið óhjákvæmilegt, en meðferð málsins gefur til kynna, á hvaða sviðum ráðherrar telja sig vera komna út fyrir þau mörk, sem umboð þeirra leyfir. Störf starfs- stjórna hafa takmarkast af óeiningu á Alþingi eins og sannast hefur við afgreiðslu fjárlaga, sem þær hafa lágt fram. Þingræðisreglan set- ur því starfsstjórnum valdmörkin. Þess hefur ekki orðið vart í öllum þeim umræðum, sem orðið hafa á undanförnum áratugum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, að menn hafi talið nauðsynlegt að setja í nýja stjórnarskrá sérstakt ákvæði um starfsstjórn. 1 dönsku stjórnarskránni eru ákvæði um skyldu fráfarandi ríkisstjórnar til að sitja, þar til nýtt ráðuneyti hafi verið myndað, og einnig um að ráðherrar í starfsstjórn geti aðeins tekið sér fyrir hendur „hvad der er fornödent til embedsforretning- ernes uforstyrrede förelse". Vissulega væri til bóta að fá úr því skorið á afdráttarlausan hátt hér á landi, að ráðherrum sé skylt að sitja í 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.