Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 14
Eðlilegt er, að lausnarbeiðni sé borin upp í lok ríkisráðsfundar. Þó var lausnarbeiðnin 1956 endurstaðfest i upphafi fundar. Viðtekin venja er, að ekki séu útgefin lausnarbréf fyrir einstaka ráðherra, þegar ráðuneyti biðjast lausnar. Biðjist ráðherra hins vegar lausnar, án þess að um fráhvarf ráðuneytis í heild sé að ræða, undir- ritar forseti ásamt forsætisráðherra sérstakt lausnarbréf fyrir hann. Nú er það venja, að starfsstjórn kemur saman til ríkisráðsfundar, áður en hún lætur endanlega af störfum við myndun nýs ráðuneytis. 1959 var síðasti ríkisráðsfundur starfsstjórnarinnar haldinn daginn áður en hið nýja ráðuneyti var myndað. 1956, 1971, 1974 og 1978 hefur sá háttur verið á hafður, að starfsstjórn hefur komið til síns síðasta ríkisráðsfundar fyrir hádegi, en fyrsti fundur hins nýja ráðuneytis í ríkisráði verið haldinn síðdegis sama dág. Áður fyrr liðu oft nokkrir dagar á milli síðasta fundar starfsstjórnar í ríkisráði, þar til nýja ráðuneytið var myndað á ríkisráðsfundi: 1944 var síðasti fundur starfsstjórnarinnar 17. október, en nýja stjórnin var mynduð 21. október. 1947 var síðasti fundur starfsstjórnarinnar með forseta 31. janúar, en nýtt ráðuneyti var myndað 4. febrúar. 1949 var síðasti fundur starfsstjórnar 29. nóvember, en nýtt ráðuneyti myndað 6. desember. 1950 baðst ríkisstjórnin lausnar 2. mars, en enginn fundur var síðan haldinn með henni í ríkisráðinu og ný stjórn mynduð á næsta fundi þess 14. mars. 1953 baðst ríkisstjórnin lausnar á sama ríkisráðs- fundi og ný var mynduð, eins og áður er lýst. 4. desember 1958 baðst ríkisstjórnin lausnar, og var enginn ríkisráðsfundur haldinn að nýju, fyrr en við myndun nýrrar stiórnar 23. desember. Ríkisráðsfundir eru nú striálli en áður, og er ríkisráðið kallað saman á lokadegi starfs- stjómar til að unnt sé að ganga frá afgreiðslu þeirra mál, sem ráð- herrar hafa unnið að og þurfa staðfestingar forseta. Orðalag á umboði bví, sem forseti veitir starfsstjórn, hefur breyst nokkuð samkvæmt bókunum í gjörðabók ríkisráðsins á því tímabili, sem hér um ræðir. Þegar utanþingsstjórnin baðst lausnar 1944, óskaði forseti að ráðherrar „gegndu störfum á sama hátt og undanfarið þanrað til nv stjórn hefði verið mynduð." Og eftir forsætisráðherra er bókað: „Ráðuneytið telur sér skylt að halda áfram störfum þar til nýtt ráðuneyti hefur verið myndað.“ Þegar nýsköpunarstjórnin baðst lausnar 1946, er bókað eftir forseta: „Um leið og ég fellst á tillöguna, vil ég fara fram á bað við fráfarandi ráðuneyti, að það gegni stjórnar- störfum á sama hátt og hingað til, meðan stendur á myndun nýrrar stiórnar." Þegar ríkisstiórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar baðst lausnar 1949, er bókað eftir forseta: „Ég hlýt að fallast á tillöguna, 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.