Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 35
Um skyldu einstakra ráðherra til að sitja áfram gildir væntanlega annað en sagt hefur verið um ríkisstjórnina sjálfa. Persónulegar ástæð- ur geta vafalítið verið þannig, að skylt sé að veita ráðherra lausn, þeg- ar fallist er á lausnarbeiðni ríkisstjórnar og meðan hún situr sem starfsstjórn. Þess er dæmi, að ráðherra í starfsstjórn hefur beðist lausnar. Utanþingsstjóm dr. Björns Þórðarsonar sagði af sér 16. sept- ember 1944, en sat sem starfsstjórn til 21. október 1944. Á fundi ríkis- ráðsins 21. september 1944 skýrði forsætisráðherra forseta frá því, að dr. Einar Arnórsson hefði óskað að láta þá þegar af embætti sem dóms- og menntamálaráðherra. Hefði hann jafnframt óskað eftir að taka aftur við hæstaréttardómaraembætti því, sem hann lét af, er hann var skipaður ráðherra, þar sem réttarfrí Hæstaréttar væri að verða útrunnið og tæki rétturinn til starfa næstu dága. Jafnframt lagði forsætisráðherra til, að sér yrði falið að taka við embættisstörf- um dóms- og menntamálaráðherra. Féllst forseti á þessar tillögur for- sætisráðherra. Verður að telja, að honum hafi verið það skylt, þar sem ekki verður séð, að þessi ráðstöfun hafi leitt til vandræða í stjórn- arstörfum. Þegar nýsköpunarstjórnin baðst lausnar 10. október 1946 og forseti mæltist til þess, að hún starfaði áfram, lýsti Ólafur Thors forsætisráðherra því yfir fyrir sig og samflokksmann sinn, að þeir mundu verða við tilmælunum. Sama gerði Emil Jónsson samgöngu- ráðherra fyrir sig og sinn samflokksmann. Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra taldi sig hins vegar þurfa umhugsunarfrest og sagðist mundu gefa svar fyrir sig og samflokksmann sinn á liádegi næsta dag. Ekki er frekar bókað um afstöðu Brynjólfs í gjörðabók ríkisráðsins, en hann og samflokksmaður hans, Áki Jakobsson, sátu áfram í starfsstjórninni. Afstaða þeirra gefur til kynna, að þeir hafi talið sér fært að neita tilmælum forseta. Erfitt er að geta sér til um, hvað gerst hefði, ef ráðherrar eins stjórnarflokks hefðu þannig skorist úr leik. Varla verður talið óheimilt, þótt óeðlilegt sé, að nýr ráðherra komi í ríkisstjórn, sem situr sem starfsstjórn. Til þess gæti komið, ef pólitískar ástæður fremur en persónulegar liggja til lausnarbeiðni einstaks ráðherra. Ágreiningur innan starfsstjórnar kynni að verða orðinn svo mikill að veita yrði einstökum ráðherra lausn þegar í stað. Slíkt upplausnarástand í ríkisstjórn gæti orðið til þess, að forseti veldi þann kost að skipa utanþingsstjórn til bráðabirgða.* * í Belgíu gerðist það haustið 1978, að forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Konungur féllst á lausnarbeiðni forsætisráðherrans, sem lét af störf- um, og fól konungur öðrum að veita ráðuneytinu forsæti sem starfsstjóm, bar til kosn- ingar hefðu farið fram. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.