Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 16
verið birt í A-deild Stjórnartíðinda auglýsing um skipun og skipting starfa ráðherra o.fl. undirrituð af forsætisráðherra og ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytisins. Eldri hátturinn, þ.e. birting forsetaúr- skurðarins, er tvímælalaust réttai’i. 4. STJÓRNARATHAFNIR Starfsstjórnir hafa lagt margvísleg lagafrumvörp fyrir Alþingi, gefið út bráðabirgðalög, staðið að samningsgerð við önnur ríki, veitt embætti, náðað menn eða veitt uppreist æru, gefið út reglugerðir og staðið að margvíslegum öðrum embættisverkum. Verður nú leitast við að rekja þessar stjórnarathafnir með því að nefna dæmi um þær. a) Framlagning lagafrumvarpa. Haustið 1944 lagði starfsstjórn dr. Björns Þórðarsonar fram á Al- þingi: Frv. til laga um breyting á ljósmæðralögum nr. 17 19. júní 1938. Frv. til laga um manneldisráð. Frv. til laga um stofnun prófessors- embættis í heilbrigðisfræði í læknadeild Háskóla Islands. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 50 27. júní 1941 um gjaldeyrisvarasjóð og eftirlit með erlendum lántökum. Frv. til laga um heimild til að inn- heimta skemmtanaskatt með viðauka fyrir árið 1945. Frv. til laga um viðauka við 1. nr. 122 30. desember 1943 um heimild fyrir ríkisstjórn- ina og ríkisstofnanir til að greiða eftirlaun, er sérstaklega stendur á um. Voru öll frumvörpin samþykkt á þinginu nema það síðastnefnda, sem ekki varð útrætt. Þá lagði stjórnin fram frumvarp til fjárlaga 1945, sem getið verður síðar. 1 stuttu máli má segja, að öll þessi frumvörp, fyrir utan fjárlögin, hafi verið þess eðlis, að í þeim hafi ekki falist pólitísk stefnumörkun. Voru þau flutt að tillögu embættismanna, á grundvelli tillagna nefnda eða til að framlengja gildi laga, sem áður höfðu verið samþykkt. Und- antekningu má gera um gjaldeyrisvarasjóðinn, en það frumvarp var rökstutt með því, að eðlilegt væri að leysa Landsbankann undan þeim skyldum að leggja andvirði 12 milljóna króna í gjaldeyrisvarasjóð, á meðan bankinn ætti „andvirði hundruð milljóna króna í erlendum gjald- eyri“. Á tæplega 4 mánaða ferli sínum (frá því 10. október 1946 til 4. febrúar 1947) lagði starfsstjórn Ólafs Thors mörg frumvörp fyrir Alþingi, þessi: Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að inn- heimta skemmtanaskatt með viðauka fyrir árið 1947. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 98 9. júlí 1941, um heimild fyrir ríkisstjórnina 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.