Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 21
sé til þess í fjárlögum eða aukafjárlögum.“ Fjvn. taldi sér skylt, þótt tíminn væri naumur, að haga svo störfum sínum, að unnt væri að upp- fylla þetta lagaboð og afgreiða fjárlögin fyrir jól. Nefndin var líka að mestu leyti tilbúin með tillögur sínar í lok nóvembermánaðar.. .. . Þessar bráðabirgðatillögur lét nefndin öllum flokkum í té þegar í nóvembermánuði. En eins og kunnugt er, hafði fyrrverandi ríkisstjórn þá beðist lausnar, og þegar vitað var, að þáverandi fjármálaráðherra var ófáanlegur til að taka sæti í væntanlegri stjórn og allt óvíst þá um stjórnarmyndun og hvaða menn eða flokkar kæmu til með að bera ábyrgð á henni og fjármálum landsins, þótti ekki rétt að afgreiða fjár- lagafrumvarpið með svo stórkostlegum breytingartillögum til umræðu í þinginu. Ég vil nú ekki leyna því, að þótt þétta sjónarmið yrði ofan á, þá hafði ég og hef enn allt aðra skoðun á þessu máli. Ég tel, og vil leggja á það alveg sérstaka áherslu, að ákvæðum stjórnarskrárinnar beri að fylgja út í æsar og veigra sér ekki við að taka á sig alla þá erfið- leika og alla þá ábyrgð, sem því er samfara, en forðast miklu fremur hitt, að sniðganga fyrirmælin með þeirri afsökun einni, að unnt sé að skýra þau lögfræðilega á einn eða annan hátt ... Og sé engin stjórn í landinu, eða aðeins framkvæmdastj órn, eins og hér var, frá því fyrr- verandi stjórn baðst lausnar og þar til ný stjórn var mynduð, ber Al- þingi, ef það situr á annað borð, að taka einmitt þá á sig fulla ábyrgð á málunum, og ekki hvað síst í fjármálum ríkisins . . .“. Vísaði Gísli síðan til álits fjárveitinganefndar, en þar segir (Alþt. 1946 A 833): „Frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1947 var útbýtt í sameinuðu þingi 16. október s.l. Hélt nefndin fyrsta fund sinn þ. 23. október og kaus sér þá fyrir formann Gísla Jónsson. Hófust þegar reglulegir fundir í nefndinni. Voru haldnir tveir fundir á dag flesta daga fram til nóvem- berloka, þar sem nefndin hafði í hyggju að skila nefndaráliti og til- lögum svo snemma, að afgreiða mætti fjárlögin fyrir áramót. En með því að þáverandi ríkisstjórn hafði beðist lausnar og allt var enn í óvissu um nýja stjórnarmyndun, þótti ekki gerlegt að afgreiða frumvarpið til 2. umræðu fyrr en vitað væri hvaða ríkisstjórn tæki við, m.a. vegna þess, að sjáanlegt var, að óhjákvæmilegt mundi reynast að hækka all- verulega gjaldaliði frumvarpsins. Var því nokkurt hlé á störfum nefnd- arinnar, eða þar til ný ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Hófust þá þegar viðræður við hana um afgreiðslu frumvarpsins og þó alveg sér- staklega um þá gjaldaliði, sem óhjákvæmilegt var að hækka allveru- lega, svo og þá, sem sýnt var, að setja þurfti inn í frumvarpið vegna nýrra lagafyrirmæla. Tók það að vonum nokkurn tima fyrir ríkisstjórn- ina að koma sér saman um afgreiðslu þeirra mála, en nefndin gat þó 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.