Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 11
son heitið „fungerandi" stjórn til að greina á milli starfsstjórnar og skipaðrar ríkisstjórnar, en sú grein var birt 1956. Ólafur Jóhannesson notar heitið „fungerandi“ stjórn innan sviga til skýringar á heitinu starfsstjórn í bókinni Stjórnskipun Islands, sem fyrst kom út 1960. I umræðum á Alþingi hafa slíkar stjórnir verið nefndar „framkvæmda- stjórn“ og „bráðabirgðastjórn“. Hér verður notað heitið starfsstjórn, þótt Ijóst sé, að það gefur ekki að öllu leyti til kynna eðli þeirrar stjórn- ar, sem um er rætt, við fyrstu sýn. 3. AÐFERÐIN 1 15. grein stjórnarskrárinnar segir, að forseti skipi ráðherra og veiti þeim lausn. 1 stjórnarskránni eða lögum eru engin ákvæði, sem gera greinarmun á verksviði starfsstjórna og skipaðra ríkisstjórna. Engin ákvæði er heldur að finna um það, hvaða form skuli gilda um lausnarbeiðnir ráðuneyta. Yfirleitt verður það séð fyrir, að ríkisstjórn muni biðjast lausnar eða sé að því komin. Forseti getur gripið í taumana og mælst til þess við ríkisstjórn, að hún segi ekki af sér, fyrr en ný stjórn hafi verið mynduð. Þetta gerðist sumarið 1953, þegar Ásgeir Ásgeirsson forseti mæltist til þess við Steingrím Steinþórsson forsætisráðherra, að stjórn hans sæti áfram, þar sem „æskilegt væri, að sem allra styst bil væri milli fullgildra stjórna“, eins og Agnar Kl. Jónsson kemst að orði í riti sínu, Stjórnarráð íslands (I, bls. 285). Féllst flokkur forsætis- ráðherra, Framsóknarflokkurinnn, á þessi tilmæli forseta. Baðst ríkis- stjórnin lausnar á sama ríkisráðsfundi og mynduð var ríkisstjórn sömu flokka undir forsæti Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokks- ins 11. september 1953. Bar stjórnarskiptin að á þann veg, að forseti féllst á tillögu forsætisráðhen’a um lausn, en sá ráðherra (Hermann Jónasson), sem sæti átti í fráfarandi stjórn en ekki þeirri nýju, undir- ritaði síðan fundargerð ríkisráðsins og gekk af fundi, en inn á fund- inn gengu tveir menn (Ingólfur Jónsson og dr. Kristinn Guðmunds- son), sem tóku sæti í hinni nýju ríkisstjórn, ásamt þeim, sem eftir sátu úr fráfarandi ráðuneyti. Var sama ríkisráðsfundi síðan fram haldið. Auk þess sem forseti getur þannig mælst til þess, að ríkisstjórn sitji áfram, þótt starfsgi-undvöllur hennar sé brostinn, þar til ný stjórn er mynduð, kann ríkisstjórnin sjálf að ákveða að sitja, þannig að hún sé reiðubúin að víkja, þegar önnur ríkisstjórn er mynduð. I Stjórnar- ráði Íslands (I, bls. 309) segir, að minnihlutastjórn Emils Jónssonar 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.