Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 39
ræða. Allur vafi í þessu efni hyrfi, ef samkomudagur Alþingis yrði ákveðinn með stjórnarskrárákvæði. Um forsetaúrskurði, samninga við erlend ríki, stjórnarráðsbréf, aug- lýsingar, reglugerðir o.fl. er óþarft að fara mörgum orðum. Starfsstjórn stóð 1956 að þingrofi, sem er afdrifaríkasti gjörningur, sem fram- kvæmdur er með forsetaúrskurði, ef þannig má að orði komast. En eins og að framan er lýst, voru atburðirnir 1956 allsérstæðir. Starfs- stjórn er skylt að hafa samráð við utanríkismálanefnd Alþingis lög- um samkvæmt og getur staðið að allri samningsgerð við önnur ríki, sem samstaða næst um. Þótt ekki sé það lögbundið, verður að telja eðlilegt, að starfsstjórn sé skylt að halda að sér höndum og fara sér hægt, ef til ágreinings kemur milli hennar og meirihluta utanríkis- málanefndar Alþingis um afstöðu til annarra ríkja. Af yfirliti yfir reglugerðir o.fl. má sjá, að starfsstjórnir hafa staðið að svo margvíslégum embættisverkum á þessu sviði, að fordæmi tak- marka ekki umboð þeirra. Embættisveitingar starfsstjórna hafa löngum vakið umræður. Ekki verður talið, að ráðherrar hafi í starfsstj órn minna vald en ella til að að veita embætti. Fordæmi sýna, að þar verða ekki sett nein takmörk á tímum starfsstjórna. Athygli vekur, að þróunin virðist í þá átt, að ráðherrar noti tímabil starfsstjórna til að hækka menn í embættum í ráðuneytum. Hafa ber í huga, að í yfirlitinu yfir embættaveitingar er aðeins fjallað um skipanir í embætti, en í mörgum tilvikum hafa þeir, sem embættin hljóta, verið til þeirra settir áður en til skipunar kemur. Ýmsar embættaveitingai-, ekki síst varðandi fjölskipuð stjórn- völd, er skylt að inna af hendi innan ákveðins frests. Niðurstaðan af því sem hér hefur verið rakið, er í stuttu máli sú, að ekki verði á almennum grundvelli fordæma dregin lögfræðileg mörk milli umboðs starfsstjórnar og skipaðrar ríkisstjórnar. Menn eru þó almennt sammála um, að einhver munur sé að þessu leyti. Þegar Stefán Jóhann Stefánsson skýrði frá myndun stjórnar sinn- ar á Alþingi 5. febrúar 1947, sagði hann m.a. (Alþt. 1946 B 2012): „Stjórnarkreppan var orðin löng og alvarleg og hafði auk þess áður verið næsta erfið og óviðfelldin, að ekki sé meira sagt, fyrir 2—3 árum síðan. Af þessu ástandi hefur það leitt nú undanfarið að Alþingi gat alls ekki nægilega sinnt störfum og bráðabirgðaríkisstjórn ekki tekið vandamálin og aðkallandi viðfangsefni þeim tökum, sem venju- leg ríkisstjórn verður að gera.“ 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.