Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 48
Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari var endurkjörinn formaSur. Aðrir í stjórn eru Jón ísberg sýslumaður varaformaður, Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti gjaldkeri, og Hrafn Braga- son borgardómari meðstjórnandi. Ólafur St. Sigurðsson. KJÖRIÐ í HAAG-DÓMSTÓLINN Um mánaðamótin október og nóvember 1978 kusu 33. Alisherjarþing Sam- einuðu þjóðanna og Öryggisráð S.þj. fimm dómara til þess að taka sæti í Alþjóðadómstólnum í Haag frá 6. febrúar 1980 að telja. Hinir nýju dómarar eru þessir: Roberto Ago, 71 árs, ítalskur lagaprófessor, m.a. við háskólana í Genúa, Mílanó og Róm, þrivegis kjörinn í Alþjóðalaganefndina og form. hennar 1964— 1965, formaður sendinefndar lands síns á 1. og 2. Hafréttarráðstefnu S.þj. í Genf 1958 og 1960, forseti Vínarráðstefnunnar um reglur varðandi milliríkja- samninga (Law of Treaties) 1968—1969, formaður framkvæmdastjórnar Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) 1954—1955 og 1967—1968, málflytjandi og gerðardómsformaður í ýmsum milliríkjadeilum; Richard R. Baxter, 57 ára, bandarískur lagaprófessor við Harvard frá 1959, um skeið yfirmaður alþjóðalagadeildar varnarmálaráðuneytisins, lögfræðilegur ráðunautur utanríkisráðuneytisins og síðar aðalskrifstofu S.þj., fulltrúi Banda- ríkjanna á ýmsum alþjóðaráðstefnum, m.a. 3. Hafréttarráðstefnu S.þj. 1974, og ráðstefnunum um mannúðarlöggjöf á stríðstímum 1971—1972 of 1974—1976, aðalritstjóri American Journal of International Law síðan 1970 og hefur sjálfur ritað mikið um lögfræðileg efni, m.a. stríðsrétt og hafrétt; Abdullah Ali El-Erian, 58 ára, egypskur lagaprófessor og þjóðréttarráðu- nautur, sendiherra í París 1971—1973, hjá S.þj. og öðrum alþjóðastofnunum í Genf 1974—1975 og í Bern síðan, hefur setið í 6. nefnd (laganefnd) á fjórtán allsherjarþingum S.þj. og var formaður hennar á 20. Allsherjarþinginu 1965, einnig átt sæti í Alþjóðalaganefndinni hátt á annan áratug, fulltrúi á Hafrétt- arráðstefnunum 1958—1960, ráðstefnu S.þj. um reglur varðandi stjórnmála- samskipti og réttindi ríkja (Law of Diplomatic Relations and Immunities) 1961 og formaður egypsku sendinefndarinnar á ráðstefnunni um reglur varðandi milliríkjasamninga, auk þess sem hann hefur m.a. verið formaður sendinefndar lands síns á Afvopnunarráðstefnunni í Genf 1974—1975 og átti sæti í nefnd Egypta á ráðstefnu S.þj. um frið í Austurlöndum nær, sem kom saman síðla árs 1973; Platon Dmitrievich Morozov, 72 ára, sovéskur lögfræðingur og sendiherra, sem hefur skipað sæti í Alþjóðadómstólnum síðan 1969 og var nú kjörinn til setu þar öðru sinni, var fulltrúi Sovétríkjanna í Mannréttindanefnd S.þj. 1951—1968, sat í 6. nefnd Allsherjarþings S.þj. á annan áratug, var varafor- stjóri milliríkjasamninga- og lagadeildar sovéska utanríkisráðuneytisins 1949 —1960, staðgengill sovéska fulltrúans i Öryggisráði S.þj. og varafastafulltrúi lands síns hjá samtökunum 1960—1968, hefur tekið virkan þátt í undirbúningi ýmissa alþjóðasamninga, þ. á m. um vernd stríðsfanga, ráðstafanir gegn og 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.