Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 53
Hæstaréttar Kaliforníu. Nýlega skipaði hann þrjá hæstaréttardómara, en alls eru dómarar sjö. Hefur veiting a.m.k. tveggja dómaraembættanna sætt mikilli gagnrýni. Einkum hefur verið dregið í efa, að hinn nýskipaði forseti réttarins, Rose Elizabeth Bird, sé hæfur til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Margir lögfræðingar telja hana hafa svo litla starfsreynslu, að hún valdi ekki embætt- inu. Skipun hennar og hinna tveggja annarra dómara þurfti staðfestingu í al- mennum kosningum. Náði Rose Bird naumlega kosningu. Hlaut hún rúmlega 3 millj. atkvæða, en liðlega 2,8 millj. kjósenda vildu hafna henni. Um mótfram- bjóðanda er samkvæmt eðli málsins ekki að ræða. Það mun vera einsdæmi í þessu ríki, að kjósendur greiði í nokkrum mæli atkvæði gegn þeim dómurum, sem ríkisstjóri hefur skipað. í þetta sinn var haldið uppi harðvítugum áróðri með og móti Rose Bird. Að mínum dómi var áróður af beggja hálfu fjarri því að vera málefnalegur. Ýmislegt, sem haldið var á loft í þessari baráttu, styrkir þá skoðun mína, að óæskilegt sé, að hinn almenni kjósandi hafi bein áhrif á, hverjir sitji í dómaraembættum. Hitt er annað mál, að hér í lagadeildinni hefur komið fram alvarleg gagnrýni á vinnu- brögð Hæstaréttar Kaliforníu í allmörgum málum, sem dæmd hafa verið eftir að hin miklu mannaskipti urðu í réttinum. Meðal lagakennara hér gætir einnig allmikillar óánægju með afskiptaleysi ríkisþingsins (það situr í höfuðborginni Sacramento) af ýmsum málum. Telja þeir réttarástand á ýmsum sviðum óviðunandi og að ekki sé unnt að ætlast til að dómstólar geti einir komið fram endurbótum. Þessi afstaða til löggjafar- þinga er ekki óþekkt á íslandi og víðar, en mér sýnist þó Bandaríkjamenn vera furðu langt á eftir Norðurlandamönnum á ýmsum sviðum réttarins. Má fullyrða, að bæði þing hinna einstöku ríkja og sambandsþingið í Washington þyrftu að gera stórátak til endurbóta á réttarreglum, ekki síst á sviði einka- réttar. í nóvember 1978. Arnljótur Björnsson. 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.