Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 53
Hæstaréttar Kaliforníu. Nýlega skipaði hann þrjá hæstaréttardómara, en alls eru dómarar sjö. Hefur veiting a.m.k. tveggja dómaraembættanna sætt mikilli gagnrýni. Einkum hefur verið dregið í efa, að hinn nýskipaði forseti réttarins, Rose Elizabeth Bird, sé hæfur til að gegna stöðu hæstaréttardómara. Margir lögfræðingar telja hana hafa svo litla starfsreynslu, að hún valdi ekki embætt- inu. Skipun hennar og hinna tveggja annarra dómara þurfti staðfestingu í al- mennum kosningum. Náði Rose Bird naumlega kosningu. Hlaut hún rúmlega 3 millj. atkvæða, en liðlega 2,8 millj. kjósenda vildu hafna henni. Um mótfram- bjóðanda er samkvæmt eðli málsins ekki að ræða. Það mun vera einsdæmi í þessu ríki, að kjósendur greiði í nokkrum mæli atkvæði gegn þeim dómurum, sem ríkisstjóri hefur skipað. í þetta sinn var haldið uppi harðvítugum áróðri með og móti Rose Bird. Að mínum dómi var áróður af beggja hálfu fjarri því að vera málefnalegur. Ýmislegt, sem haldið var á loft í þessari baráttu, styrkir þá skoðun mína, að óæskilegt sé, að hinn almenni kjósandi hafi bein áhrif á, hverjir sitji í dómaraembættum. Hitt er annað mál, að hér í lagadeildinni hefur komið fram alvarleg gagnrýni á vinnu- brögð Hæstaréttar Kaliforníu í allmörgum málum, sem dæmd hafa verið eftir að hin miklu mannaskipti urðu í réttinum. Meðal lagakennara hér gætir einnig allmikillar óánægju með afskiptaleysi ríkisþingsins (það situr í höfuðborginni Sacramento) af ýmsum málum. Telja þeir réttarástand á ýmsum sviðum óviðunandi og að ekki sé unnt að ætlast til að dómstólar geti einir komið fram endurbótum. Þessi afstaða til löggjafar- þinga er ekki óþekkt á íslandi og víðar, en mér sýnist þó Bandaríkjamenn vera furðu langt á eftir Norðurlandamönnum á ýmsum sviðum réttarins. Má fullyrða, að bæði þing hinna einstöku ríkja og sambandsþingið í Washington þyrftu að gera stórátak til endurbóta á réttarreglum, ekki síst á sviði einka- réttar. í nóvember 1978. Arnljótur Björnsson. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.