Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 51
sem ég hef haft af frammistöðu nemenda í kennslustundum, benda til þess, að hér séu margir úrvalsnemendur. Mér virðist, að nemendur taki nám sitt mjög alvarlega og að þeir leggi almennt meira á sig en obbinn af stúdentum þeim, sem ég hef kynnst á íslandi. Hér verður þó að taka fram, að þessi dómur minn styðst ekki við nákvæmar athuganir. Ekki hefur gefist tækifæri til að gera viðhlítandi samanburð á vinnubrögðum og ástundun stúdenta hér og heima. Námsgreinar iagadeildar eru fjölbreyttar. Hér leggja stúdentar stund á all- margar lögfræðigreinar, sem lagadeild Háskóla Islands getur ekki gefið kost á. Þó eru vanræktar ýmsar greinar, sem eru í hávegum hafðar í mörgum bandarískum lagaskólum öðrum. T.d. vekur furðu, að vátryggingaréttur skuli ekki hafa verið kenndur hér í mörg ár. Sjóréttur og flugréttur eru heldur ekki á dagskrá hér. Háskólabragur í Berkeley er alls ekki eins ólíkur og í Reykjavík og ætla mætti. Að vísu er allt miklu stærra í sniðum í háskólanum hér. Margt er frá- brugðið, m.a. vegna ólíkra staðhátta, menningararfs og þjóðernis. Háskóla- lóðin (,,campus“) er bæjarprýði og að vissu leyti kjarni Berkeley. Tré og annar gróður á lóðinni er mikill, fagrir gangstígar og margar fallegar byggingar. Hins vegar hefur það sama gerst hér og víða annars staðar, að heildarsvip háskólahverfisins hefur verið raskað með því að reisa hús, flest mjög stór, sem falla engan veginn inn í það skipulag, er hverfinu var sett í upphafi. Húsnæðisþörf háskólans vex stöðugt, og til þess að leysa úr henni hafa á síðustu 10—20 árum verið reistir gráir steinkumbaldar víða á lóðinni. Háskóla- yfirvöld hafa nú gert sér grein fyrir þessum mistökum, og hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að bjarga því, sem bjargað verður í skipulags- málum háskólahverfisins. Menn hafa strengt þess heit, að framvegis verði ný- byggingum og viðbótum hagað þannig, að hinum upphaflega „sjarma“ hverf- isins verði ekki raskað meira en orðið er. Ekki má gleyma mannlífinu, þegar minnst er á háskólabrag. Margt ber fyrir augu gests á háskólalóðinni í Berkeley annað en fagrir trjálundir, grasflatir, blóm, íþróttaleikvangar, söfn og kennslu- og rannsóknarhús. Þar er alla daga krökkt af fólki. Aðallega eru þar stúdentar á ferð. Einnig er þar slæðingur af venjulegum ferðamönnum, en því miður ber talsvert á ýmsum flökkulýð, iðju- leysingjum og fleirum, sem betur væru víðs fjarri. Á torgi einu við stórbyggingu stúdentasamtakanna er fróðlegt að virða fyrir sér mannfólkið. Þar eru nær daglega ýmsar útisamkomur stúdenta, oftast á vegum einhverra sérstakra smærri hópa þeirra. Auk þess eru þar fastir útbreiðslustaðir margvíslegra stúdentasamtaka. Einna mest ber á félögum, sem telja má til sértrúarflokka. Þar eru hlið við hlið fulltrúar pólitískra öfgasamtaka og prédikarar, sem boða, að heimsendir sé á næstu grösum. Margir þessarra manna sýnast þó ekki vera virkir stúdentar, heldur koma sér þarna fyrir undir því yfirskini. Auk venju- legra ofsatrúarmanna á sviði stjórnmála eða annars, eru alláberandi menn, er greinilega eru ekki andlega heilbrigðir. Sýna þeir á stundum alls konar kúnstir og vænta oft ölmusu frá viðstöddum. Ekki má gleyma blessuðum hund- unum, sem eru á hverju strái. Sumir eru bersýnilega svangir, þótt þeir séu í fylgd með eiganda sínum. Af hundunum er mikill óþrifnaður, eins og menn kannast við úr erlendum stórborgum. Annars virðast hundar og önnur gælu- dýr skipa stóran sess í daglegu lífi manna í Bandaríkjunum. Má til dæmis 45

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.